Aldrei verið án Glódísar en setti hana einu sinni á bekkinn Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2025 15:22 Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, gæti verið án Glódísar Perlu í fyrsta skipti í sinni þjálfaratíð. Vísir/Sigurjón Ólason Þorsteinn Halldórsson gæti orðið án landsliðsfyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur í fyrsta skipti á hans tíma með liðið í komandi leikjum í Þjóðadeild UEFA. Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg. Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira
Glódís Perla tók ekki þátt er lið hennar Bayern Munchen tapaði fyrir Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Hún hefur verið að glíma við beinmar í hné og er hreinlega í kapphlaupi við tímann fyrir leikina í byrjun apríl, samkvæmt Þorsteini. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Hún hefur til að mynda aldrei misst af leik í stjóratíð Þorsteins. Klippa: Þorsteinn ræðir Glódísi, samskiptin við Bayern og Þróttarvöll „Hún hefur aldrei misst af leik en ég hef einu sinni haft hana á bekknum. Það var bara æfingaleikur á móti Filippiseyjum, í þriðja leik á Pinatar Cup. Þá var hún á bekknum í þeim leik. Ég held það sé fyrsti landsleikur sem hún spilar ekki frá því að hún byrjaði í landsliðinu. Ég ætla ekki að sverja fyrir það, en ég held það sé svoleiðis,“ segir Þorsteinn. Það munar því um minna, enda Glódís á meðal betri varnarmanna heims og var valin íþróttamaður ársins hér á landi í fyrra. „Það er ástæða fyrir því að hún hefur alltaf verið í þessu liði. Það er bara gæði hennar og geta sem eru á þeim stað að hún hefur alltaf skipt landsliðið máli. Eins og á Pinatar Cup var þetta bara út af álagi að maður vildi ekki láta hana spila þrjá leiki á sex dögum, þannig að ég hvíldi hana í þeim leik,“ segir Þorsteinn. Viðtalið við Þorstein má sjá í spilaranum. Hann ræðir þar einnig samskiptin við Bayern Munchen, heimavöll Þróttar, hvar leikir Íslands fara fram, og andstæðingana Sviss og Noreg.
Landslið kvenna í fótbolta Þýski boltinn KSÍ Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Sjá meira