Helmingslíkur á að Glódís verði með í landsleikjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2025 13:28 Óvissa ríkir með þátttöku Glódísar Perlu Viggósdóttur í næstu leikjum íslenska landsliðsins. vísir/anton Ekki liggur fyrir hvort Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, verði með því í leikjunum gegn Noregi og Sviss í Þjóðadeildinni í næsta mánuði. Hún glímir við hnémeiðsli. Glódís sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bayern München tapaði fyrir Lyon, 0-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Glódís lék fyrstu 53 mínúturnar þegar Bayern vann Wolfsburg, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni á föstudaginn en missti af leik gegn Köln 9. mars. Glódís er í íslenska landsliðshópnum sem var kynntur í dag en óvíst er hvort hún geti spilað leikina gegn Noregi og Sviss. „Glódís er meidd eins og er og það er bara 50/50 hvort að hún verði með. Það skýrist í verkefninu. Þetta er beinmar í hné. Þetta er búið að vera að angra hana í svolítinn tíma. Síðan þegar hún byrjaði að æfa aftur eftir síðasta landsliðsverkefni þá versnaði þetta. Ég er í ágætis samskiptum við þá [Bayern] um þetta og þetta kemur bara í ljós,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn var Glódís ekki leikfær í gær þrátt fyrir að hafa verið á varamannabekknum. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Íslendingar gerðu markalaust jafntefli við Svisslendinga en lutu í lægra haldi fyrir Frökkum, 3-2. Ísland mætir Noregi 4. apríl og Sviss fjórum dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Glódís sat allan tímann á varamannabekknum þegar Bayern München tapaði fyrir Lyon, 0-2, í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Glódís lék fyrstu 53 mínúturnar þegar Bayern vann Wolfsburg, 3-1, í þýsku úrvalsdeildinni á föstudaginn en missti af leik gegn Köln 9. mars. Glódís er í íslenska landsliðshópnum sem var kynntur í dag en óvíst er hvort hún geti spilað leikina gegn Noregi og Sviss. „Glódís er meidd eins og er og það er bara 50/50 hvort að hún verði með. Það skýrist í verkefninu. Þetta er beinmar í hné. Þetta er búið að vera að angra hana í svolítinn tíma. Síðan þegar hún byrjaði að æfa aftur eftir síðasta landsliðsverkefni þá versnaði þetta. Ég er í ágætis samskiptum við þá [Bayern] um þetta og þetta kemur bara í ljós,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag. Að hans sögn var Glódís ekki leikfær í gær þrátt fyrir að hafa verið á varamannabekknum. Glódís er næstleikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi með 133 leiki. Eftir því sem næst verður komist hefur hún ekki misst af landsleik vegna meiðsla síðan landsliðsferilinn hófst 2012. Ísland er með eitt stig eftir fyrstu tvo leiki sína í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Íslendingar gerðu markalaust jafntefli við Svisslendinga en lutu í lægra haldi fyrir Frökkum, 3-2. Ísland mætir Noregi 4. apríl og Sviss fjórum dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram á AVIS-velli Þróttar í Laugardalnum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira