Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2025 06:58 Bráðlætið virðist vera að koma í bakið á Trump og Musk, sem hafa nú ítrekað verið gerðir afturreka af dómstólum. Getty/Andrew Harnik Alríkisdómari hefur fyrirskipað stjórnvöldum í Bandaríkjunum að draga til baka sumar ákvarðanir sem voru teknar þegar USAid var holuð að innan af Doge, niðurskurðarapparatinu sem Elon Musk veitir forystu. Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja. Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Stjórnvöldum hefur verið gert að vinda ofan af uppsögnum starfsfólks og veita þeim aftur aðgang að netföngum sínum og kerfum. Þá sagði dómarinn að USAid ætti að fá að snúa aftur í höfuðstöðvar sínar í Ronald Reagan byggingunni, sem var lokað. Um er að ræða tímabundna ákvörðun, þar til dómur hefur verið kveðinn upp í máli starfsmanna USAid gegn stjórnvöldum, sem snýst meðal annars um aðkomu Musk að því að vefsíða USAid var tekin niður og höfuðstöðvum stofnunarinnar lokað. Alríkisdómarinn, Theodore Chuang, sagði Musk líklega hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þar sem hann hefði ekki verið skipaður í embætti af öldungadeild þingsins. Andstætt fullyrðingum stjórnvalda um að Musk væri aðeins ráðgjafi, virtist hann raunar hafa tekið ákvörðunina um að „loka“ USAid. Að minnsta kosti 25 þúsund verið sagt upp Þetta er ekki eina niðurstaða dómstóla sem hefur farið gegn vilja Donald Trump Bandaríkjaforseta en samkvæmt málsgögnum vinna stofnanir nú að því að draga til baka uppsagnir 25 þúsund nýráðinna starfsmanna sem sagt var upp á svo til einu bretti. Dómarinn James Bredar komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að uppsagnirnar hefðu líklega verið ólögmætar og brotið gegn reglum um fjöldauppsagnir. Ákvörðun Bredar er, líkt og ákvörðun Chuang, tímabundin að því leyti að mál eru í gangi fyrir dómstólum þar sem skorið verður úr um lögmæti aðgerðanna. Stjórnvöld hafa eða hyggjast áfrýja niðurstöðum beggja. Þessu til viðbótar hefur Trump verið gerður afturreka með ákvörðun sína um að banna trans fólk í hernum en dómarinn Ana Reyes sagði hana líklega brjóta gegn stjórnarskrárvörðum réttindum fólksins. Reyes gaf stjórnvöldum þrjá daga til að áfrýja.
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira