Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 13:52 Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir til standa að undirrita samning við sveitarfélög um verkaskiptingu í málum barna í vanda. Vísir Fjármálaráðherra segist gera ráð fyrir því að undirrita samning við sveitarfélög um yfirtöku ríkisins á málaflokki barna með fjölþætta og alvarlega vanda. Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann. Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Í Sprengisandi í dag ræddu Kolbrún Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, og Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, um málefni barna með fjölþættan vanda. Þær sammæltust um að nauðsynlegt væri að gripið yrði inn í mál barna með hegðunarvanda fyrr á skólagöngunni og með viðameiri hætti. Það gerði það erfiðara fyrir að verkaskipting ríkis og sveitarfélaga væri óljós. „Hugsunin var að sveitarfélög myndu hugsa um fyrstu og annars stigs þjónustuna sem eru inngrip áður en að í óefni er komið og síðan myndi ríkið sjá um þriðja stigs þjónustuna sem eru þessi þungu úrræði sem krefjast mikillar sérþékkingar. Þessari vinnu er ekki lokið,“ sagði Ingibjörg Isaksen. Með þriðja stigs þjónustu á hún við þjónustu við börn með alvarlegan og langt genginn vanda, til dæmis börn sem beita grófu ofbeldi eða glíma við alvarlegan fíkniefnavanda og þurfi mögulega úrræði utan heimilis. Dreifast á vanmagna sveitarfélög „Þetta er auðvitað eitt af þessum vandamálum sem hefur verið á könnu sveitarfélaganna. Þau eru mjög mörg á Íslandi og eru mjög lítil. Þetta er ekki stór hópur barna og því getur hann með mjög auðveldum hætti dreifst á sveitarfélög og lagt á þau mjög þungar byrðar,“ segir Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra í Sprengisandi í dag. „Þetta var eitt sem lögð var áhersla á í stjórnarsáttmálanum, að koma til móts við þennan hóp og taka á þessu vandamáli. Ég geri ráð fyrir því að við munum undirrita samning með sveitarfélögunum um yfirtöku ríkisins á þessum málaflokki í vikunni,“ segir hann. Ríkið taki að sér þyngstu tilfellin Ríkið muni ekki taka að sér alla þjónustu. Þjónusta innan grunnskólakerfisins sé enn á ábyrgð sveitarfélaga en að lengst gengnu tilfellin komi á könnu ríkisins. „Svokallaða þriðja stigs þjónustu, þyngstu tilfellin sem krefajst mestrar samhæfingar, mestrar sérfræðiaðstoðar og því er það eðlilegt að ríkið komi þar inn,“ segir Daði. „Við erum alltaf að tala um fjármagn og samhæfingu þjónustunnar sjálfrar. Það hangir alltaf saman. Það sem hefur hamlað er skortur á fjármagni. Við þurfum alltaf að fjármagna þessa þjónustu. Það er það sem við erum að gera, hvort tveggja,“ segir hann.
Börn og uppeldi Ofbeldi barna Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira