Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 11:45 Steinn Jóhannsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Samsett Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn. Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn.
Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira