Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 11:45 Steinn Jóhannsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Samsett Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn. Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn.
Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira