Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 19:05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem foreldri hafði óvart læst kveikiláslykla að bíl sínum inni í bifreiðinni og barnið með. Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira