Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. mars 2025 19:05 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/Vilhelm Óskað var eftir aðstoð lögreglu þar sem foreldri hafði óvart læst kveikiláslykla að bíl sínum inni í bifreiðinni og barnið með. Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Lögregla kom á vettvang og braut framrúðu á bílnum að ósk eiganda ökutækisins til að koma barninu, og lyklunum, úr bílnum. Þetta var meðal verkefna lögreglumanna á lögreglustöð fjögur sem sinnir verkefnum í Árbæ, Grafarholti, Grafarvogi, Norðlingaholti, Mosfellsbæ og Kjalarnesi. Þeir fóru einnig, að því er fram kemur í dagbók lögreglu, ásamt slökkviliði í heimahús vegna reykskynjara í gangi og reyklykt sem barst frá íbúð. Þar inni reyndist verið að brenna reykelsi í blómapotti sem brunnið hafði niður. Mikill reykur barst frá pottinum en enginn eldur logaði. Lögreglumenn á lögreglustöð þrjú höfðu einnig í nógu að snúast í dag en þeir sinna verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Meðal þess sem þeir tóku sér fyrir hendur var að bregðast við óvenjulega langri bílaröð við þvottastöð sem varð svo löng að hún stöðvaði umferð á nálægum götum. Svo virðist sem sólskinsveðrið sem leikið hefur við höfuðborgarbúa í dag hafi gert mörgum bílaeigendum það skyndilega ljóst hve skítugir bílar þeirra voru orðnir. Þeir fóru líka á vettvang þegar tilkynnt var um hund læstan inni í bifreið með alla glugga lokaða. Enginn hundur reyndist vera inni í bílnum þegar lögreglu bar að garði. Lögreglustöð eitt barst fjöldinn allur af tilkynningum en hún sinnir verkefnum miðsvæðis í Reykjavík. Lögreglumönnum þar barst meðal annars tilkynning um bein sem fundust í fjörunni í Nauthólsvík. Lögregla fór á vettvang og athugaði málið, niðurstaðan var sú að beinið væri sennilegast úr hval og alls ekki mannabein.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira