Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Bjarki Sigurðsson skrifar 13. mars 2025 12:14 Aldís Rún Lárusdóttir er sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. SHS Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki miklar áhyggjur af geymslu flugelda utan sölutíma þeirra og annast ekki eftirlit með afgangsflugeldum. Meiri hætta myndist í kringum sjálfan sölutímann, þegar fyrirtæki eiga það til að geyma þá ótryggum svæðum. Í fyrra voru flutt inn 630 tonn af flugeldum. Fjórir aðilar annast innflutning, Landsbjörg, sem flytur inn meirihlutann, og svo þrjú einkafyrirtæki. Jafnan selst ekki hluti af þeim flugeldum sem fluttir eru inn til landsins um áramótin og eru þeir geymdir til næstu áramóta. Þá þarf að geyma þá í tryggum geymslum. Landsbjörg geymir þrjú hundruð bretti í húsnæði á leyndum stað á höfuðborgarsvæðinu. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir einhver hinna fyrirtækjanna nýta sér eigið sameiginlegt svæði. „Þetta er geymslusvæði utandyra í gámum sem er hannað meðal annars fyrir svona geymslu,“ segir Aldís. „Það er búið að leggja fram hönnun með ákveðnum varúðarráðstöfunum um fjarlægðir og öryggisvarnir gagnvart öðrum svæðum. Þar er tekið á magni. Þannig við erum almennt ekki með áhyggjur af þessu svo lengi sem þessari hönnun er fylgt.“ Treysta á að fyrirtæki fari eftir reglum Slökkviliðið hefur ekki sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum en vita um geymslustaðina. Treyst er á að geymsla fari fram þar og ekki hefur borist ábending um annað. „Það er auðvitað í kringum flugeldasölutímabilið, þá kemur fyrir að einkaaðilar séu að kaupa mikið og geyma heima hjá sér, í bílskúrnum og slíkt. Það er ekkert eftirlit af okkar hálfu með því,“ segir Aldís. Flugeldar Slökkvilið Áramót Slysavarnir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Í fyrra voru flutt inn 630 tonn af flugeldum. Fjórir aðilar annast innflutning, Landsbjörg, sem flytur inn meirihlutann, og svo þrjú einkafyrirtæki. Jafnan selst ekki hluti af þeim flugeldum sem fluttir eru inn til landsins um áramótin og eru þeir geymdir til næstu áramóta. Þá þarf að geyma þá í tryggum geymslum. Landsbjörg geymir þrjú hundruð bretti í húsnæði á leyndum stað á höfuðborgarsvæðinu. Aldís Rún Lárusdóttir, sviðsstjóri forvarnasviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir einhver hinna fyrirtækjanna nýta sér eigið sameiginlegt svæði. „Þetta er geymslusvæði utandyra í gámum sem er hannað meðal annars fyrir svona geymslu,“ segir Aldís. „Það er búið að leggja fram hönnun með ákveðnum varúðarráðstöfunum um fjarlægðir og öryggisvarnir gagnvart öðrum svæðum. Þar er tekið á magni. Þannig við erum almennt ekki með áhyggjur af þessu svo lengi sem þessari hönnun er fylgt.“ Treysta á að fyrirtæki fari eftir reglum Slökkviliðið hefur ekki sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum en vita um geymslustaðina. Treyst er á að geymsla fari fram þar og ekki hefur borist ábending um annað. „Það er auðvitað í kringum flugeldasölutímabilið, þá kemur fyrir að einkaaðilar séu að kaupa mikið og geyma heima hjá sér, í bílskúrnum og slíkt. Það er ekkert eftirlit af okkar hálfu með því,“ segir Aldís.
Flugeldar Slökkvilið Áramót Slysavarnir Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent