Hitti Arnór á Anfield Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2025 13:04 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
„Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09
Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51
Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00