Hitti Arnór á Anfield Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2025 13:04 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana Íslenski boltinn Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Sport Fleiri fréttir Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Í beinni: Breiðablik - Athlone Town | Þurfa að slá út írsku meistarana „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjá meira
„Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09
Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51
Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00