Hitti Arnór á Anfield Valur Páll Eiríksson skrifar 13. mars 2025 13:04 Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta. Vísir/Sigurjón Arnar Gunnlaugsson segir Arnór Sigurðsson, leikmann Malmö, ekki vera kominn á réttan stað til að geta tekið þátt í komandi landsleikjum. Arnór er að komast af stað eftir meiðsli. Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Það hefur gengið á ýmsu hjá Arnóri síðustu vikur en hann var tekinn út úr hópi Blackburn í ensku B-deildinni sem skráður var til leiks eftir félagsskiptagluggann í janúar. Hann sat því eftir allslaus með lokaðan glugga verandi óheimilt að spila með liðinu það sem eftir lifði leiktíðar. Veikindi og meiðsli hafa einkennt tímabilið hjá Arnóri en hann gat aðeins spilað fimm leiki með Blackburn, þann síðasta 26. október. Arnór fékk sig lausan frá enska liðinu um miðjan febrúar og var því frjálst að finna sér nýtt félag. Hann samdi við Malmö í Svíþjóð og er þar að komast í form á nýjan leik eftir að hafa jafnað sig á rifnum kálfavöðva. Vegna þess sem hefur gengið á er Arnór ekki í hópnum að þessu sinni en Arnar segir hann á góðum stað með nýju liði. Þeir hafi rætt málin þegar þeir hittust á Anfield í Liverpool er Hákon Arnar Haraldsson mætti enska liðinu með Lille í Meistaradeild Evrópu 21. janúar síðastliðinn. „Við hittumst í Liverpool þegar við sáum saman Hákon spila við Liverpool. Hann er komiinn í frábært félag, Malmö, sem ég þekki nokkuð vel. Hann er bara nýbyrjaður að æfa aftur og er klárlega einhver sem við fylgjumst með í framtíðinni,“ sagði Arnar um Arnór við Stöð 2 í gær. Landsliðið kemur saman í næstu viku og spilar fyrri leikinn við Kósóvó í Pristina á fimmtudaginn kemur, 20. mars. Síðari leikurinn, heimaleikur Íslands, fer fram í Murcia á Spáni vegna framkvæmda við Laugardalsvöll. Sá leikur er sunnudaginn eftir, 23. mars. Báðir leikir verða sýndur í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og verður landsliðinu fylgt eftir hvert fótmál þar ytra.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09 Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51 Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
„Félagið setur mig í skítastöðu“ Þau óvæntu tíðindi bárust fyrr í dag að enska B-deildar liðið Blackburn Rovers hefur tekið landsliðsmanninn Arnór Sigurðsson úr 25 manna leikmannahópi sínum fyrir lokaátök tímabilsins. Arnór segir félagið setja sig í skítastöðu, hann fékk fréttirnar í morgun. 7. febrúar 2025 15:09
Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson er genginn í raðir Malmö FF í Svíþjóð. Skiptin hafa legið í loftinu undanfarna daga. 19. febrúar 2025 16:51
Malmö sagt bjóða Arnóri tugmilljóna undirskriftarbónus Þrjú félög í sænsku úrvalsdeildinni eru sögð keppast um undirskrift Arnórs Sigurðarsonar, sem losnaði undan samningi hjá Blackburn Rovers fyrr í dag. Malmö er talið líklegasta liðið til að landa Arnóri og er sagt tilbúið að borga vel fyrir hans undirskrift. 17. febrúar 2025 22:00