Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. mars 2025 06:49 Efnt var til mótmæla í New York í gær vegna handtöku Khalil. Getty/Michael M. Santiago Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra. „Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Erlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fleiri fréttir Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Sjá meira
„Málfrelsið er takmörkum háð,“ sagði Thomas D. Homan, sem fer fyrir brottflutningi ólöglegra innflytjenda, á fundi í gær. Yfirvöld teldu manninn ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mahmoud Khalil, 30 ára, er með varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum, svokallað „grænt kort“, lauk mastersnámi frá Columbia í fyrra og er giftur bandarískum ríkisborgara. Hann hefur ekki verið ákærður en hefur hins vegar verið neitað um að ræða við lögmenn sína í einrúmi. Trump hefur lengi hótað því að grípa til aðgerða gegn mótmælendum á háskólalóðum landsins og hefur nú látið til skarar skríða.Getty/Michael M. Santiago Khalil var tals- og samningamaður mótmælenda sem reistu tjaldbúðir á skólalóð Columbia í fyrra. Hann er sakaður um brot gegn innflytjendalöggjöfinni, á þeim forsendum að hafa skaðað utanríkishagsmuni Bandaríkjanna með gyðingaandúð. Framganga stjórnvalda í málinu hefur verið harðlega gagnrýnd af mannréttindasamtökum og þá segir Jamie Raskin, þingmaður Demókrata, um að ræða afar hættulegt fordæmi, sem sé ætlað að hræða aðra til hlýðni. Stephen Vladeck, prófessor við lagastofnun Georgetown University, segir að jafnvel þótt Khalil takist að komast undan því að verða vísað úr landi sé verið að senda þau skilaboð til allra innflytjenda að þeir eigi hættu á handtöku, varðhaldi og jafnvel brottflutningi ef þeir tjá sig gegn stjórnvöldum. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mannréttindi Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Innlent Líffæragjöf eftir blóðrásardauða nú möguleg á Landspítalanum Innlent Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Erlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent „Við bara byrjum að moka“ Innlent Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Erlent Fjórða stýrivaxtalækkunin og flatkökur aftur í boði Innlent Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Erlent Fleiri fréttir Áritun ekki trygging fyrir landgöngu í Bandaríkjunum Ísraelsher tekur aftur yfir Netzarim-mörkin og lokar þeim Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Áttu „afkastamikið“ fyrsta samtal eftir fundinn spennuþrungna Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Sjá meira