Leikarar og dansarar á leið í verkfall Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 16:50 Leikarar og dansarar í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert. Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL). Kjaraviðræður milli FÍL, Samtaka Atvinnulífsins og Leikfélags Reykjavíkur hafa staðið síðan í september og var deilunni vísað til ríkissáttasemjara í lok nóvember. Þann 5. mars voru deilurnar sagðar árangurslausar. „Niðurstöður úr rafrænni atkvæðagreiðslu liggja nú fyrir, 90% af þeim sem atkvæði greiddu sögðu já við vinnustöðvun,“ stendur í tilkynningunni. „Málið snýst einfaldlega um það að við erum í kjaraviðræðum við leikara og eru búin að vera býsna lengi,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. „Við teljum okkur hafa boðið nægilega vel þannig að það sé viðunandi en þeim finnst það greinilega ekki nægilegt þannig að þau hafa gripið til þessa. Sem er að sjálfsögðu vonbrigði, við hefðum viljað leysa þetta við samningaborðið og síst af öllu í fjölmiðlum,“ segir hann. Málið er nú á borði ríkissáttasemjara en næsti fundur hefur ekki verið boðaður að sögn Eggerts. Stórir sýningardagar undir Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur leggja niður störf tvær helgar í mars, alltaf á milli 18:30 og 23:00. „Þetta eru náttúrulega stórir sýningardagar,“ segir Eggert en hann hefur ekki tölu á hversu margar sýningar séu undir. Ný sýning um líf og störf Ladda kemur hvað verst út. Sex af sjö verkfallsdagar falla á sýningardag sýningarinnar en hún var frumsýnd 7. mars. Leikarar og dansarar í félaginu leggja niður störf eftirtalda daga: Fimmtudaginn 20. mars kl. 18:30 – 23:00 Föstudaginn 21. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 22. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 23. mars kl. 18:30 – 23:00 Fimmtudaginn 27. mars kl. 18:30 – 23:00 Laugardaginn 29. mars kl. 18:30 – 23:00 Sunnudaginn 30. mars kl. 18:30 – 23:00 „Við vonumst til þess að við finnum lausn á þessu sem allra fyrst, bæði fyrir starfsfólk hússins og ekki síður gesti leikhússins,“ segir Eggert.
Kjaraviðræður 2023-25 Leikhús Kjaramál Tengdar fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01 Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Brynhildur Guðjónsdóttir hefur sagt starfi sínu sem leikhússtjóri Borgarleikhússins lausu frá og með 31. mars næstkomandi. 14. febrúar 2025 11:01
Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Sýningin Þetta er Laddi var frumsýnd í Borgarleikhúsinu í gær fyrir fullu húsi. 8. mars 2025 18:00