Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 12:47 Arnar Gunnlaugsson á fundinum í dag þar sem hann tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp. vísir/Sigurjón Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson kynnti sinn fyrsta landsliðshóp og sat fyrir svörum í beinni útsendingu á Vísi, á blaðamannafundi KSÍ í Laugardal. Arnar hefur nú valið hópinn sem mætir Kósovó í tveimur leikjum í umspili Þjóðadeildarinnar, 20. mars í Kósovó og 23. mars á Spáni í heimaleik Íslands. Sigurliðið í einvíginu spilar í B-deild Þjóðadeildar á næsta ári en tapliðið spilar í C-deildinni. Myndband frá blaðamannafundi Arnars má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar tók við sem landsliðsþjálfari 15. janúar, eftir frábæran árangur sem þjálfari Víkings. Hann tók við starfinu af Åge Hareide og hefur að mestu leyti haldið sig við sama þjálfarateymi, svo Davíð Snorri Jónasson er áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikirnir við Kósovó eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars en bið verður eftir fyrsta leik hans á Laugardalsvelli þar sem framkvæmdir standa yfir til að gera völlinn leikhæfan stærri hluta árs en áður. Því verður heimaleikur Íslands gegn Kósovó í Murcia á Spáni. Ísland spilar svo vináttulandsleiki ytra gegn Skotlandi og Norður-Írlandi 6. og 10. júní, áður en undankeppni HM fer fram í haust en hún hefst með leik við Aserbaídsjan 5. september. Í undanriðli Íslands verða einnig Úkraína og svo sigurliðið úr einvígi Króatíu og Frakklands nú í mars. Landsliðshópur Íslands gegn Kósovó: Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Orri nýr fyrirliði Íslands Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. 12. mars 2025 13:24 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Arnar hefur nú valið hópinn sem mætir Kósovó í tveimur leikjum í umspili Þjóðadeildarinnar, 20. mars í Kósovó og 23. mars á Spáni í heimaleik Íslands. Sigurliðið í einvíginu spilar í B-deild Þjóðadeildar á næsta ári en tapliðið spilar í C-deildinni. Myndband frá blaðamannafundi Arnars má sjá hér að neðan. Klippa: Fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar tók við sem landsliðsþjálfari 15. janúar, eftir frábæran árangur sem þjálfari Víkings. Hann tók við starfinu af Åge Hareide og hefur að mestu leyti haldið sig við sama þjálfarateymi, svo Davíð Snorri Jónasson er áfram aðstoðarlandsliðsþjálfari. Leikirnir við Kósovó eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars en bið verður eftir fyrsta leik hans á Laugardalsvelli þar sem framkvæmdir standa yfir til að gera völlinn leikhæfan stærri hluta árs en áður. Því verður heimaleikur Íslands gegn Kósovó í Murcia á Spáni. Ísland spilar svo vináttulandsleiki ytra gegn Skotlandi og Norður-Írlandi 6. og 10. júní, áður en undankeppni HM fer fram í haust en hún hefst með leik við Aserbaídsjan 5. september. Í undanriðli Íslands verða einnig Úkraína og svo sigurliðið úr einvígi Króatíu og Frakklands nú í mars. Landsliðshópur Íslands gegn Kósovó: Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 6 leikir Hákon Rafn Valdimarsson - Brentford F.C. - 17 leikir Lúkas J. Blöndal Petersson - TSG Hoffenheim Valgeir Lunddal Friðriksson - Fortuna Düsseldorf - 15 leikir Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC - 4 leikir Sverrir Ingi Ingason - Panathinaikos F.C. - 55 leikir, 3 mörk Aron Einar Gunnarsson - Al-Gharafa SC - 104 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - Plymouth Argyle F.C. - 47 leikir, 2 mörk Logi Tómasson - Stromsgodset - 7 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 31 leikur, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - LOSC Lille - 19 leikir, 3 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Preston North End F.C. - 25 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - U.S. Lecce - 16 leikir, 2 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 63 leikir, 6 mörk Júlíus Magnússon - IF Elfsborg - 5 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - Fortuna Düsseldorf - 31 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Venezia FC -19 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - Hertha BSC - 42 leikir, 6 mörk Albert Guðmundsson - ACF Fiorentina - 37 leikir, 10 mörk Kristian Nökkvi Hlynsson - Sparta Rotterdam - 2 leikir Willum Þór Willumsson - Birmingham City F.C. - 15 leikir Andri Lucas Guðjohnsen - K.A.A. Gent - 30 leikir, 8 mörk Orri Steinn Óskarsson - Real Sociedad - 14 leikir, 5 mörk
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Orri nýr fyrirliði Íslands Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. 12. mars 2025 13:24 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sjá meira
Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06
Orri nýr fyrirliði Íslands Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. 12. mars 2025 13:24