Orri nýr fyrirliði Íslands Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 13:24 Orri Óskarsson tekur við fyrirliðabandinu af Jóhanni Berg Guðmundssyni. vísir/Hulda Margrét Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06