Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 11:01 Arnar Gunnlaugsson, landsliðþjálfari Íslands og Albert Guðmundsson leikmaður Fiorentina og íslenska landsliðsins Vísir/Samsett mynd Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira