Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Aron Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 11:01 Arnar Gunnlaugsson, landsliðþjálfari Íslands og Albert Guðmundsson leikmaður Fiorentina og íslenska landsliðsins Vísir/Samsett mynd Albert Guðmundsson telur alla leikmenn íslenska landsliðsins ánægða með komu Arnars Gunnlaugssonar í starf þjálfara liðsins. Albert sjálfur hrífst af sýn Arnars á fótboltann sem og hugarfari hans. Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Albert gæti verið hluti af fyrsta landsliðshópi Arnars Gunnlaugssonar sem opinberaður verður seinna í dag en framundan er tveggja leikja einvígi við Kósovó í umspili fyrir B-deild Þjóðadeildarinnar.. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum sem hefst klukkan 13:15. Albert er mættur aftur á völlinn eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði meðal annars eina mark Fiorentina í 2-1 tapi liðsins gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi. Íslendingurinn er á sínu fyrsta tímabili með Fiorentina og var til viðtals hjá Livey á dögunum þar sem að hann var meðal annars spurður út í framtíðarhorfur íslenska landsliðsins og nýjan landsliðsþjálfara. Klippa: Albert um landsliðið og Arnar „Ég er mjög spenntur fyrir komandi vikum, mánuðum og árum með íslenska landsliðinu,“ segir Albert. „Ég tel okkur búa yfir ungum hóp með getur náð langt. Ungu strákarnir eru nú þegar farnir að spila á háu gæðastigi, leikmenn á borð við Orra Stein, Hákon Arnar, Andri Lucas og Ísak Bergmann. Þessi leikmenn eru virkilega efnilegir. Núna erum við líka með góðan þjálfara. Ef við náum allir að vinna saman og kalla fram þetta íslenska víkingaeðli tel ég að við getum afrekað mjög góða hluti saman.“ Um ráðningu KSÍ á Arnari Gunnlaugssyni í starf landsliðsþjálfara hafði Albert þetta að segja: „Ég held að allir í landsliðinu séu mjög ánægðir með að hann hafi verið ráðinn landsliðsþjálfari. Arnar gerði frábæra hluti með Víkingi Reykjavík undanfarin ár, tók félagið upp á næsta stig. Við erum allir mjög ánægðir með hann. Það hvernig hann sér fótboltann og vill spila hann sem og hugarfar hans lætur mig hugsa að við getum gert góða hluti.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira