Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2025 22:31 Declan Rice skoraði mark Arsenal í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN „Á köflum í fyrri hálfleik spiluðum við fallegan fótbolta en það vantaði eitthvað til að galopna þá. Í síðari hálfleik vorum við barnalegir og gáfum þeim næstum því leikinn,“ sagði Declan Rice en hann skoraði mark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Titilvonir Arsenal eru svo gott sem úr sögunni eftir jafntefli gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Rice sagði stigið nokkuð sanngjarnt þegar öllu var á botninn hvolft. „Við skoruðum sjö í miðri viku og það var engin heppni. PSV hafði ekki tapað á heimavelli í tvö ár. Man United gerði vel í dag, sat aftarlega og það getur tekið 90 mínútur að brjóta slík lið á bak aftur. Það var ekki mikið sem skildi á milli.“ Rice fagnaði marki sínu ákaft frekar en að sækja boltann og hlaupa til baka þar sem Arsenal þurfti á sigri að halda til að eygja von á að stela titlinum af Liverpool. Hann var ánægður með markið og fagnið. „Ég var glaður. Þetta var smá grín á milli mín og stuðningsfólksins. Þetta er svæði á vellinum sem ég vill komast í og ég hef verið að skapa fleiri færi. Ég þarf að bæta mörkum við minn leik. Þjálfarinn vill að ég spili sem átta til að bæta við mörkum og stoðsendingum.“ Færið sem Bruno Fernandes fékk í endann er ástæðan fyrir að ég segi að við höfum verið barnalegir. Við hefðum getað kastað leiknum frá okkur.“ Alls eru tíu leikmenn Man United á meiðslalistanum og þá var Patrick Dorgu í leikbanni í dag. Það eru fjórir leikmenn á meiðslalista Arsenal. „Eins og þjálfarinn sagði. Við höldum áfram til enda leiktíðarinnar. Liverpool hefur verið magnað alla leiktíðina. Við erum Arsenal, við höfum lent í erfiðum meiðslum á leiktíðinni. Við höldum áfram og verðum allt í lagi.“ „Það er þetta hugarfar þegar kemur að varnarleik. Ég náði að bregðast við en ef ég hefði verið lengi að athafna mig þá hefði Rasmus Höjlund sett þennan bolta í netið. Sumt stuðningsfólk gæti verið ósammála mér en þetta var mikilvæg tækling, jafn mikilvæg og að skora mark. Ef ég felli hann þá er það rautt spjald og vítaspyrna,“ sagði Rice að endingu um tæklingu í blálok leiksins sem hann fagnaði líkt og marki. Tæklingin sem um er ræðir.Michael Regan/Getty Images Christian Eriksen fékk tækifæri á miðri miðjunni hjá Man United í fjarveru leikmanna á borð við Mainoo og Ugarte. Danski reynsluboltinn sagði að Rauðu djöflarnir hefðu fengið færi til að vinna leikinn. „Ef þú horfir í færin hefðum við getað unnið leikinn. Við reyndum að beita skyndisóknum eins mikið og hægt var enda var að leikplanið.“ „Maður sá hversu langt í burtu veggurinn var og það var gott fyrir okkur. Við hversu mikið markið létti undir stuðningsfólki okkar,“ sagði Eriksen um aukaspyrnumark Bruno Fernandes. „Ég er nokkuð viss um að hann mundi finna sig á endanum. Hann leggur hart að sér og er óánægður þegar honum tekst ekki að skora. Maður getur nefnt tíu aðra leikmenn í liðinu sem skora ekki nægilega mörg mörk. Hann er drengur góður og mun spjara sig,“ sagði Eriksen að endingu um samlanda sinn Höjlund.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Brian Grant verður frá í þrjá mánuði Sport „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Ekkert verður af endurkomu McGregor í búrið Sport Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira