Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. mars 2025 21:00 Þórarinn segir Veraldarvini tilbúna í verkefnið. Samsett Ekki liggur fyrir hvort sögufrægt útlit hússins við Sunnutorg verði óbreytt eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Framkvæmdastjóri Veraldarvina segir það heiður að taka við verkefninu á Sunnutorgi þar sem fyrirhugað er að opna kaffihús og fræðslumiðstöð um umhverfismál. Sunnutorg hefur staðið tómt hér við Langholtsveg í um árabil. Reykjavíkurborg auglýsti eftir aðilum til að byggja upp húsnæðið árið 2023 en engin tilboð bárust. Það voru að lokum Veraldarvinir sem komu húsnæðinu til bjargar. Reykjavíkurborg gerir húsaleigu og uppbyggingarsamning við félagsamtökin til fimmtán ára og munu samtökin fjármagna framkvæmdirnar að fullu og gera húsnæðið upp sem verður eign borgarinnar að leigutíma loknum. Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir það heiður að fá að taka við húsnæðinu og að framkvæmdirnar muni glæða götuna lífi. „Síðan viljum við reka hérna lítið kaffihús sem verður svona fræðslumiðstöð fyrir umhverfismál. Ég tel að það sé þörf á því að hafa hús hérna í Reykjavík þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um sjálfbærni og annað þvíumlíkt. Sjá einnig: Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Hann segir ærið verk fyrir höndum. Það þurfi að rísa húsið nær alveg niður og endurbyggja það. Veraldarvinir séu klárir í það verkefni. Lífrænn markaður og samkomuhús Jafnframt verði svæðinu í kringum húsnæðið umbreytt í lífrænan markað og samkomustað fyrir fólk í hverfinu. Ekki sé búið að taka ákvörðun hvort haldið verði í einkennandi útlit hússins. „Við sjáum til hvernig það fer. Húsið var allt öðruvísi hér áður fyrr. Kannski setjum við það í það horf, ég veit það ekki. Við þurfum bara að taka ákvörðun um það, hvað fólkið í götunni vill gera.“ Átt þú einhverja persónulega tengingu við húsið? „Já, ég á það, ég bjó hérna í Gnoðavogi þegar ég var sex, sjö ára gamall. Þá tók ég strætó í Laugalækjaskóla og skipti um vagn hérna fyrir utan þetta hús. Það eru góðar minningar tengdar því.“ Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Sunnutorg hefur staðið tómt hér við Langholtsveg í um árabil. Reykjavíkurborg auglýsti eftir aðilum til að byggja upp húsnæðið árið 2023 en engin tilboð bárust. Það voru að lokum Veraldarvinir sem komu húsnæðinu til bjargar. Reykjavíkurborg gerir húsaleigu og uppbyggingarsamning við félagsamtökin til fimmtán ára og munu samtökin fjármagna framkvæmdirnar að fullu og gera húsnæðið upp sem verður eign borgarinnar að leigutíma loknum. Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri Veraldarvina, segir það heiður að fá að taka við húsnæðinu og að framkvæmdirnar muni glæða götuna lífi. „Síðan viljum við reka hérna lítið kaffihús sem verður svona fræðslumiðstöð fyrir umhverfismál. Ég tel að það sé þörf á því að hafa hús hérna í Reykjavík þar sem fólk getur komið og fengið upplýsingar um sjálfbærni og annað þvíumlíkt. Sjá einnig: Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Hann segir ærið verk fyrir höndum. Það þurfi að rísa húsið nær alveg niður og endurbyggja það. Veraldarvinir séu klárir í það verkefni. Lífrænn markaður og samkomuhús Jafnframt verði svæðinu í kringum húsnæðið umbreytt í lífrænan markað og samkomustað fyrir fólk í hverfinu. Ekki sé búið að taka ákvörðun hvort haldið verði í einkennandi útlit hússins. „Við sjáum til hvernig það fer. Húsið var allt öðruvísi hér áður fyrr. Kannski setjum við það í það horf, ég veit það ekki. Við þurfum bara að taka ákvörðun um það, hvað fólkið í götunni vill gera.“ Átt þú einhverja persónulega tengingu við húsið? „Já, ég á það, ég bjó hérna í Gnoðavogi þegar ég var sex, sjö ára gamall. Þá tók ég strætó í Laugalækjaskóla og skipti um vagn hérna fyrir utan þetta hús. Það eru góðar minningar tengdar því.“
Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Sjá meira
Reyna aftur að fá rekstraraðila í Sunnutorg Reykjavíkurborg hefur auglýst eftir samstarfsaðila og leigutaka sem er með hugmynd að rekstri og nýtingu Sunnutorgs, eins helsta kennileitis Laugardalsins. 11. október 2023 09:53
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15
Breyta sjoppunni við Sunnutorg í veitinga- og kaffihús Ragnar Kjartansson, borgarlistamaður Reykjavíkur, mun hanna staðinn. 28. apríl 2018 09:50