Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. mars 2025 21:02 Katrin Ivanova, Vanya Gaberova og Tihomir Ivanchev voru dæmd sek fyrir njósnir. AP Þrír einstaklingar frá Búlgaríu hafa gerst sekir um njósnir í Bretlandi á vegum Rússa. Þau njósnuðu meðal annars um rannsóknarblaðamenn, fyrrum stjórnmálamenn og bandaríska herstöð í Þýskalandi. Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum. Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Vanya Gaberova, Katrin Ivanova og Tihomir Ivanchev voru hluti af hópi sem ferðaðist um Evrópu árin 2020 til 2023 og stundaði njósnir samkvæmt umfjöllun BBC. Þau bjuggu öll í mismunandi hverfum í Lundúnum og störfuðu undir leiðsögn Orlin Roussev, Búlgara á fimmtugsaldri, þar sem þau fylgdust helst með rannsóknarblaðamönnunum Christo Grozev og Roman Dobrokhotov. Gaberova fékk það hlutverk að vingast við Grozev, sem varð ástfanginn af henni að sögn Roussev. Báðir blaðamennirnir höfðu rannsakað og fjallað um mál Alexei Navalní, þáverandi leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, þegar honum var eitrað með taugaeitri flugvél árið 2020 og einnig um taugaeiturstilræði Sergei Skrípal, fyrrverandi njósnara, árið 2018. Grovez var eltur um alla Evrópu og fylgst var með eignum hans í Austurríki og í Búlgaríu. Hópurinn hafði þá rætt um að ræna tölvu og síma hans og kveikja í húsinu hans. Einnig ræddu þau að ræna manninum sjálfum og fara með hann til Rússlands eða myrða hann. Þau eltu einnig Dobrokhotov víða um heim og ræddi hópurinn hvort þau ættu að ræna honum og koma honum úr landi sjóleiðis. Hópurinn fylgdist einnig með Bergey Ryskaliyev, fyrrum stjórnmálamann frá Kashakstan sem hafði flúið til Bretlands. Markmiðið var að bæta tengsl Rússa við Kashakstan. Þá njósnaði hópurinn einnig um þjálfun úkraínska hermanna í bandarískri herstöð í Þýskalandi þegar Rússar voru að hefja innrás sína inn í landið árið 2022. Meðal búnaðar sem lögreglan fann voru myndavélar sem faldar voru í hálsbindum, gleraugum, Skósveinaböngsum og gervi-steinum. Breska lögreglan segir rannsóknina eina stærstu erlendu leyniþjónustuaðgerð í Bretlandi. Á meðan hópurinn njósnaði störfuðu þau einnig sem til að mynda heilbrigðisstarfsmenn, tæknistjóri hjá fjármálafyrirtæki, förðunarfræðingur og málari í Lundúnum. Þau voru öll dæmd sek um njósnir en Ivanova var einnig dæmd fyrir að vera með mikið af fölskum skilríkjum í sínum fórum.
Bretland Búlgaría Rússland Mál Alexei Navalní Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila