„Við vorum mikið betri en Liverpool“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:02 Bradley Barcola með lýsandi tilburði fyrir ítrekuð vonbrigði PSG-manna í gærkvöld. Getty/Rico Brouwer Luis Enrique, stjóri PSG, sagði ekki flókið að greina leik liðsins gegn Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöld. Lið sitt hefði verið mikið betra, þó að leikurinn hefði endað 1-0 fyrir Liverpool. Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira
Ljóst er að PSG þarf núna að sækja sigur á Anfield næsta þriðjudag til að komast í 8-liða úrslit keppninnar. Í París í gær var algjör einstefna að marki Liverpool í 85 mínútur en Alisson var maður leiksins og varði alls níu skot. Sagðist hann líklega aldrei hafa átt betri leik. Ginaluigi Donnarumma varði ekki skot í marki PSG en eina skot Liverpool kom frá Harvey Elliott þegar hann skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Þar með lauk 22 leikja hrinu PSG án taps en liðið hafði unnið síðustu tíu leiki í röð. Alls átti PSG 27 skot í leiknum og aðeins einu sinni, frá því að mælingar hófust 2003, hefur lið átt svo mörg skot í útsláttarkeppni án þess að skora og tapað. Hitt skiptið var þegar PSG tapaði gegn Dortmund í fyrra. Ekki í vafa um að geta enn komist áfram Enrique segir alveg ljóst að PSG geti enn slegið út Liverpool. „Ég held að það sé ekki erfitt að greina þennan leik. Við vorum mikið betri en Liverpool. Við sköpuðum fleiri færi og áttum heilsteyptan leik gegn einu besta liði Evrópu. Stundum er fótboltinn ósanngjarn,“ sagði Enrique á blaðamannafundi eftir leik í gær. „Það er ekki nokkur vafi um að við getum enn komist áfram. Við erum bara búnir að spila fyrri leikinn. Núna höfum við engu að tapa. Ef við getum spilað svona aftur þá getum við komist áfram. Við áttum meira skilið. Besti maðurinn þeirra var markvörðurinn – hann var stórfenglegur í dag. Þessi leikur var ekki í takti við tölfræðina. Við vorum mikið betri. Við leyfðum Liverpool ekki að spila. Þeir voru betri en við fyrstu fimm mínúturnar en eftir það þá höfðum við yfirhöndina,“ sagði Enrique. Luis Enrique hefur búið til stórkostlegt lið í París, að mati Arne Slot.Getty/Antonio Borga Slot segir Enrique hafa skapað ótrúlegt lið Arne Slot, stjóri Liverpool, var í raun sammála kollega sínum. „Ef við hefðum náð jafntefli þá hefði það samt verið heppni. Þeir voru mikið betra liðið í dag. Þetta eru góð úrslit fyrir okkur en við fundum fyrir gæðunum hjá Parísarliðinu. Öll tölfræði sýnir að þeir voru besta liðið í Meistaradeildinni. Ég var ekki hissa á því hversu góðir þeir voru. Við vorum ekki að spila illa, þetta snerist bara um gæðin hjá mótherjum okkar. Þeir sýndu þau í dag. Luis Enrique hefur skapað ótrúlegt lið hérna,“ sagði Slot.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Kansas frá Kansas til Kansas Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Fleiri fréttir Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjá meira