Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 18:30 Áslaug Arna notaði tækni til að hringja í alla landsfundargesti, en samt konust ekki allir. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtti sér tækni sem hringdi í alla gesti landsfundar Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn sunnudagsmorgun. Þrátt fyrir það komust ekki allir í formannskosninguna sem fór fram þennan sama dag. Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Frá þessu greindi Áslaug í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Áslaug laut í lægra haldi í formannsslag flokksins gegn Guðrúnu Hafsteinsdóttur. Munurinn var þó afskaplega lítill, en einungis munaði nítján atkvæðum. Þá liggur fyrir að hefði Guðrún fengið tveimur atkvæðum minna, en gild atkvæði verið jafnmörg, hefði þurft að kjósa á ný. Þar af leiðandi hafa margir verið að velta fyrir sér hvort allir sem hafi ætlað sér að mæta hafi mætt á fundinn. DV greinir frá því í dag að Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans, hafi ekki komist í tæka tíð í formannskosninguna. Orri hefur stutt við Áslaugu á opinberum vettvangi, en hann kynnti hana á svið þegar hún tilkynnti um framboð sitt til formanns. Jafnframt greinir DV frá því að Stefán Einar Stefánsson blaðamaður hafi rétt svo misst af því að fá kjörseðil. Hægt var að sækja seðilinn á milli níu um morgunin til hálftólf um hádegisleytið á sunnudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu er rétt að Stefán Einar náði ekki í kjörseðil. Hugsi um þá sem mættu of seint Í viðtalinu við Reykjavík síðdegis sagði Áslaug að hún væri keppnismanneskja og því hefði verið sárt að tapa formannsslagnum. Er sárara að tapa með svona litlum mun? „Já ég held það. Maður hugsar um allskonar hluti og fólk sem komst ekki, eða mætti of seint.“ Það var akkúrat verið að vekja athygli á því að einn af þínum hörðustu stuðningsmönnum, Orri Hauksson, sem kynnti þig til leiks þegar þú tilkynntir um framboðið, að hann mætti seint. „Það voru margir þarna. Það var sein flugvél frá Akureyri, og veðurteppt í Vestmannaeyjum. Það er allskonar sem kemur upp, og það er ekki hægt að festast í því. Það sem gerist þegar maður tapar með svona litlum mun þá hugsar maður meira út í þetta.“ Nýtti tæknina í símhringingar Var gleðskapur á laugardagskvöldinu eitthvað að þvælast fyrir því að fólk mætti á réttum tíma daginn eftir? „Það hefur mögulega spilað inn í hjá einhverjum. Það hefur líklega verið jafnt á báða bóga. Maður fór snemma heim sjálfur til að undirbúa sig fyrir sunnudaginn. Ég nýtti nú tæknina sem hringdi í alla landsfundargesti. Þar spilaðist rödd mín sem var upptaka og vakti alla á milli níu og tíu og náði að vekja 2000 manns á klukkutíma með tækninni. Með því var ég að reyna að sýna hvernig við getum nýtt tæknina með nýjum hætti í Sjálfstæðisflokknum. Það vöknuðu nú einhverjir við það og þökkuðu mér kærlega fyrir.“ Ekki náðist í Orra Hauksson við gerð fréttarinnar.
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarskipti Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira