„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:30 Jonathan David bendir á Hákon Arnar Haraldsson eftir mark gegn Feyenoord í Meistaradeildinni. Getty/Rico Brouwer Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu. Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira
Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið Körfubolti Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Körfubolti Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Sjá meira