„Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2025 08:30 Jonathan David bendir á Hákon Arnar Haraldsson eftir mark gegn Feyenoord í Meistaradeildinni. Getty/Rico Brouwer Íslensk-kanadíska samvinnan í fremstu víglínu hjá franska fótboltaliðinu Lille hefur óhjákvæmilega vakið athygli í vetur. Það reynir á hana í kvöld í samkeppni við markahæsta leikmann Meistaradeildar Evrópu. Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira
Dortmund tekur á móti Lille í kvöld í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Hákon Arnar Haraldsson snýr þá aftur á hinn fræga heimavöll Dortmund, Westfalenstadion, eftir að hafa áður spilað þar með FC Kaupmannahöfn. „Þarna eru 80.000 manns, það er mikið, og það var fallegt að sjá „gula vegginn“. En ég tapaði leiknum [3-0] svo að vonandi vinn ég núna,“ er haft eftir Hákoni í grein La Croix. Þar er fjallað um samvinnu Hákonar og Anthony David, markahæsta landsliðsmanns Kanada frá upphafi. Mörk Lille koma oftar en ekki í gegnum samstarf þeirra en í kvöld er hætta á að þeir verði í skugganum af Serhou Guirassy sem skorað hefur tíu mörk fyrir Dortmund í Meistaradeildinni og er þar markahæstur. Serhou Guirassy hefur þegar skorað tíu mörk í Meistaradeild Evrópu í vetur.Getty/Selim Sudheimer David, sem er 25 ára og því fjórum árum eldri en Hákon, hefur skorað 21 mark og átt níu stoðsendingar í öllum keppnum í vetur. Hákon hefur svo verið á mikilli uppleið síðustu mánuði, eftir að hafa jafnað sig af meiðslunum sem héldu honum meðal annars frá landsleikjunum síðasta haust. Hann hefur nú skorað sex mörk og átt fjórar stoðsendingar en er ekki síður mikilvægur fyrir Lille vegna þeirrar „brjálæðislegu orku“ sem hann býr yfir, eins og það er orðað í La Croix. Bruno Genesio, þjálfari Lille, sagði um Hákon eftir tvennuna sem hann skoraði í 2-1 sigri á Monaco 22. febrúar: „Hann er að þróast, fullur af sjálfstrausti. Hann getur leyst nokkrar stöður eins og fleiri í hópnum. Hann verður skilvirkari með hverjum leiknum. Hann er að komast á nýtt stig á þessu ári og er orðinn meira afgerandi.“ Hákon Arnar Haraldsson er orðinn mikilvægur leikmaður fyrir Lille.Getty/Catherine Steenkeste Genesio ræddi einnig um samstarf David og Hákonar, á blaðamannafundi í gær: „Það er rétt að þeir eru með alveg sérstakt tæknisamband. Góðir leikmenn, sem spila fyrir liðið, mynda óhjákvæmilega svona samband. Þeir tveir vilja spila saman og leggja mikið á sig fyrir liðið, stundum með vinnu sem sést ekki en býr til mikið pláss fyrir aðra. Þeir eru báðir með tæknilega getu sem er vel yfir meðallagi og það kemur ekki á óvart að þeir nái svona saman innan vallar,“ sagði Genesio. Niko Kovac, þjálfari Dortmund, virtist uppteknari af því að stöðva David þegar hann ræddi um mótherja sína fyrir kvöldið: „Við höfum auðvitað þekkt David frá Lille-liðinu sem vann titilinn [2021 í Frakklandi] og hann hefur þróast mikið síðan. Við þekkjum hans hæfileika og ég held að hann muni fara frá Frakklandi því það eru stór lið á eftir honum. En hann er ekki eina hættan. Lille spilar góðan fótbolta og Bruno Genesio hjálpar leikmönnum að þróa sinn leik.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Sjá meira