Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. mars 2025 07:03 Cristiano Ronaldo missti af mikilvægum leik með liði Al Nassr í Meistaradeildinni í gær. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur þegar lið hans spilaði mikilvægan leik í Meistaradeild Asíu í gær. Það var mjög sérstök ástæða fyrir því. Ronaldo spilaði ekki með sádi-arabíska liðinu Al-Nassr í markalausu jafntefli við íranska félagið Esteghlal í fyrri leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Asíu. Ronaldo var þó hvorki meiddur né í leikbanni. Hann hefði því átt að öllu eðlilegu að spila þennan stórleik. Þetta er mikilvægur leikur en seinni leikurinn verður síðan eftir viku á heimavelli Al-Nassr. Liðsfélagarnir héldu hreinu og treysta nú á það að Ronaldo verði til staðar til að skora mörkin í seinni leiknum. Ástæðan fyrir því að Ronaldo ferðaðist ekki til Írans í gær var atvik sem gerðist fyrir tveimur árum síðan. Spænska blaðið Marca segir frá. Árið 2023 faðmaði og kyssti Ronaldo unga fatlaða konu í Íran. Hann gerði það til að þakka henni fyrir mynd sem hún málaði af honum með því að nota aðeins fæturna. Þessi vinsemd og góðsemi Ronaldo kom honum aftur á móti í mikil vandræði í Íran. Íranir líta á slíkt sem framhjáhald. Það er þegar þú sýnir kvenmanni, sem er ekki eiginkona þín, slíka ástúð og kærleiksþel, þá er eins og þú sért að halda framhjá konu þinni. Refsing fyrir slíkt gæti verið fangelsisvist og 99 svipuhögg. Ronaldo tók því enga áhættu og missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við þessi svipuhögg. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira
Ronaldo spilaði ekki með sádi-arabíska liðinu Al-Nassr í markalausu jafntefli við íranska félagið Esteghlal í fyrri leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Asíu. Ronaldo var þó hvorki meiddur né í leikbanni. Hann hefði því átt að öllu eðlilegu að spila þennan stórleik. Þetta er mikilvægur leikur en seinni leikurinn verður síðan eftir viku á heimavelli Al-Nassr. Liðsfélagarnir héldu hreinu og treysta nú á það að Ronaldo verði til staðar til að skora mörkin í seinni leiknum. Ástæðan fyrir því að Ronaldo ferðaðist ekki til Írans í gær var atvik sem gerðist fyrir tveimur árum síðan. Spænska blaðið Marca segir frá. Árið 2023 faðmaði og kyssti Ronaldo unga fatlaða konu í Íran. Hann gerði það til að þakka henni fyrir mynd sem hún málaði af honum með því að nota aðeins fæturna. Þessi vinsemd og góðsemi Ronaldo kom honum aftur á móti í mikil vandræði í Íran. Íranir líta á slíkt sem framhjáhald. Það er þegar þú sýnir kvenmanni, sem er ekki eiginkona þín, slíka ástúð og kærleiksþel, þá er eins og þú sért að halda framhjá konu þinni. Refsing fyrir slíkt gæti verið fangelsisvist og 99 svipuhögg. Ronaldo tók því enga áhættu og missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við þessi svipuhögg. View this post on Instagram A post shared by Soccer Forever (@soccerforever)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Í beinni: Breiðablik - Víkingur | Meistararnir komnir á flug Í beinni: Fram - FHL | Uppgjör nýliðanna Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Sjá meira