Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2025 13:23 Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar segir brýnt að kanna afstöðu þjóðarinnar til aðildar að Evrópusambandinu sem fyrst vegna öra breytinga á alþjóðakrefinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“ Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Leiðtogar nítján Evrópuríkja funduðu í Lundúnum í gær þar sem sammælst var um að auka við beinan hernaðarstuðning við Úkraínu og beita Rússland auknum efnahagsþvingunum. Fundurinn var hálfgert svar við fundi Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta með Donald Trump Bandaríkjaforseta og JD Vance varaforseta á föstudag, þar sem upp úr sauð. Spennan alþjóðlega hefur aukist mjög síðustu tvær vikur vegna innrásarstríðs Rússa í Úkraínu. Sér í lagi vegna friðarviðræðna Bandaríkjanna og Rússa, án aðkomu Evrópu, og stóryrða Trumps í garð Selenskí. „Það er ljóst að þessi staða er að breytast hratt og hún getur haft mikil áhrif. Við þurfum að fylgjast með henni en maður finnur til þess að við eigum ekki beinlínis sæti við borðið,“ segir Dagur B. Eggertsson þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO. Mikil óvissa Varnarsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að NATO hafi verið hornsteinar í vörnum Íslands undanfarna áratugi og verði það vonandi áfram. Mikil óvissa hafi hins vegar myndast á síðustu vikum. „Óvissu um stefnuna, óvissu um hættumatið, óvissu um virðingu við alþjóðastofnanir og að einhverju leyti við alþjóðalög og samskipti ríkja. Við þurfum að horfast í augu við það að við erum smáríki og þess vegna skiptir okkur mjög miklu máli að efna til umræðu og svara því hvar við viljum eiga bandamenn. Hverjir eru að tala fyrir svipuðum áherslum og við? Í mínum huga eru það ríki Evrópu en vonandi líka Bandaríkin þegar til lengri tíma er litið.“ Eitt af því sem er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um að hefja aðildarviðræður að ESB fyrir lok kjörtímabils. Dagur segir að setjast þurfi yfir varnar- og öryggismál landsins og efla. „Ég vil flýta hvoru tveggja: mótun varnarmálastefnunnar og þessu Evrópuferli.“
Öryggis- og varnarmál Evrópusambandið Bandaríkin Rússland Úkraína Donald Trump Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Tengdar fréttir Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37 Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16 „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Sjá meira
Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Pattstaða virðist komin upp í viðræðum Ísraelsmanna og Hamas um annan fasa vopnahlésins á Gasa en báðir aðilar hafa gert kröfur sem hinn hefur hafnað. 3. mars 2025 08:37
Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Allir sem urðu vitni að hinum illvígu samskiptum forseta og varaforseta Bandaríkjanna við forseta Úkraínu á föstudaginn verða að viðurkenna að það er að teiknast upp ný staða í heimsmálunum. Hægt er að setja stórt spurningamerki við stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu, svo ekki sé kveðið fastar að orði. 3. mars 2025 08:16
„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. 2. mars 2025 20:07
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent