„Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. mars 2025 20:07 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Vísir/Arnar Prófessor í stjórnmálafræði segir gjörbreytt alþjóðakerfi blasa við. Evrópa sé að taka varnarmálin álfunnar í eigin hendur og stíga inn í tómarúmið sem Bandaríki Trumps hafa skilið eftir sig. Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Eiríkur Bergmann prófessor segir forystu Bandaríkjanna í alþjóðamálum hafa runnið sitt skeið. „Við erum að fylgja með flekaskilum sögunnar eiga sér stað þessa dagana. Átökin urðu augljósust í fundinum í Hvíta húsinu á föstudaginn þegar skarst í brýnu og Vólódímír Selenskí var nánast bara fleygt út úr Hvíta húsinu og síðan hafa Evrópuríkin verið að reyna að grípa frumkvæðið,“ segir hann. Evrópa vilji leggja grunninn að friðarviðræðum Evrópuríkin vilji stíga inn í tómarúmið sem Bandaríkin skilja eftir sig. „Þessi fundur í Lundúnum í dag sýnir það að Evrópuríkin ætla sér að ná forystu í þessu máli um Úkraínu. Þau ætla sér, þessi ríki sem þarna komu saman, að koma með tillögur að friðarsamninga sem þau sjá fyrir sér að geti orðið grunnur að viðræðum sem færu af stað í framhaldinu og það er allt annað en það sem við erum vön,“ segir hann. Nítján evrópskir leiðtogar funduðu í rúmar tvær klukkustundir síðdegis í dag í Lundúnum. Í kjölfarið hélt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, blaðamannafund þar sem hann tilkynnti aukin stuðning til Úkraínu ásamt því að tilkynna myndun bandalags fúsra þjóða til að standa beint að því að tryggja skilmála vopnahlés „með stígvélum á jörðu niðri og flugvélum í lofti.“ „Þetta er tímaspursmál“ Getur evrópa tryggt sitt öryggi án bandaríkjanna? „Hún hefur ekki gert það að undanförnu, hún hefur reitt sig á Bandaríkin sem hafa verið forystuaflið í NATÓ og vestrænni samvinnu en Evrópuríki hafa verið að auka hernaðarmátt sinn mjög mikið að undanförnu. Hergagnaframleiðsla er farin á fullt. Þessi ríki eru að eyða miklu meira fé í hervarnir heldur en áður var. Þetta er tímaspursmál, manni virðist að varnarmál Evrópu komi nú í hendur Evrópuríkja,“ segir Eiríkur. „Þetta er algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu sem við höfum búið við frá seinni heimsstyrjöld,“ segir hann.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Bretland Donald Trump Tengdar fréttir Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02 Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði Bandaríkin á rangri leið í ræðu sinni á landsfundi flokksins. Hún lagði mikla áherslu á frelsi, þrátt fyrir fórnir sem þarf að færa, ásamt samstöðu með vinaþjóðum Íslendinga. 1. mars 2025 13:02
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31