Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2025 22:47 Mateta liggur óvígur eftir. Glyn KIRK / AFP Jean-Philippe Mateta, framherji Crystal Palace, er á batavegi eftir að enda upp á spítala eftir stórundarlega tæklingu markvarðarins Liam Roberts þegar Palace lagði Millwall í enska bikarnum í dag. Tæklingin hefði getað stórslasað framherjann og jafnvel endað feril hans. Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Myndir og myndbönd segja meira en 1000 orð en tæklingin var ein sú fólskulegasta sem sést hefur í langan tíma. Upphaflega ætlaði Michael Oliver dómari ekki að dæma neitt en myndbandsdómari leiksins benti honum á að um fólskulegt brot væri að ræða og Roberts ætti að fara í sturtu hið snarasta. Atvikið átti sér stað á 8. mínútu leiksins sem Palace vann á endanum 3-1. Mateta lá óvígur eftir í þónokkrar mínútur áður en hann var borinn af velli. Þessi 27 ára gamli framherji hefur nú tjáð sig á samfélagsmiðlum. „Mér líður vel. Ég vonast til að snúa aftur sem fyrst, sterkari en áður. Vel gert strákar að klára dæmið.“ A message from JP 🥹We love you. #CPFC pic.twitter.com/nyooljhftw— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 1, 2025 Mateta mun þurfa að gangast undir aðgerð á eyra eftir tæklinguna. Oliver Glasner, þjálfari Palace, sagði að tæklingin hefði getað endað feril Mateta á meðan Alex Neil, þjálfari Milwall, sagði Roberts ekki hafa ætlað sér að meiða framherjann. Mateta hefur verið sjóðheitur að undanförnu og skorað átta mörk í síðustu átta deildarleikjum sínum. Alls hefur hann skorað 15 mörk í 33 leikjum á leiktíðinni en það verður nú eitthvað í að hann geti spilað á ný. Palace er komið í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar ásamt Manchester City, Aston Villa, Preston North End og Bournemouth. Á morgun kemur í ljós hvaða þrjú lið tryggja sér einnig sæti í pottinum sem dregið verður úr annað kvöld.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Crystal Palace er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir 3-1 sigur á Milwall í dag. Markvörður gestanna var rekinn af velli snemma leiks fyrir fáránlegt brot. 1. mars 2025 14:25