Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Jón Þór Stefánsson skrifar 1. mars 2025 07:02 Efnin voru í bala. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa í vörslum sínum tæplega 6,6 kíló af amfetamíni og tæp 900 grömm af kókaíni. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að mennirnir hafi haft efnin í vörslum sínum um nokkurra daga skeið í nóvember. Lögreglan lagði hald á efnin við húsleit á dvalarstað mannanna, sem eru báðir erlendir, í Reykjavík. Efnin eru sögð hafa verið til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Í gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu segir frá því að lögreglan hafi haft eftirlit með öðrum mannanna frá 9. nóvember síðastliðnum, eftir að hann kom hingað til lands. Nokkrum dögum seinna, þann 13. nóvember, hafi lögreglan séð manninn koma úr lyftu íbúðarhúsnæðisins þar sem hann hafði dvalið ásamt öðrum manni, þeim sem er líka ákærður. Tvímenningarnir hafi þá farið í verslunarferð og keypt bæði matvörur og nitril-plasthanska, en í úrskurðinum segir að þeir séu oft notaðir við meðhöndlun fíkniefna. Fullt af hvítum efnum blöstu við lögreglu Á meðan mennirnir voru að versla fór lögreglan inn í íbúð þeirra, en markmiðið var að koma fyrir eftirlitsbúnaði en hún var komin með heimild frá héraðsdómi til þess. Aðkoma lögreglunnar í íbúðinni er lýst þannig í úrskurðinum að þegar þeir hafi talsvert magn hvítra efna í duftformi blasað við þeim. Það eru efnin sem þeir eru ákærðir fyrir að hafa verið með í vörslum sínum. Samkvæmt matsgerð rannsóknarstofu í lyfja og eiturefnafræði við Háskóla Íslands reyndist styrkur amfetamínbasans vera á bilinu 11 til 14 prósent, sem samsvarar 15 til 19 prósent af amfetamínsúlfati. Styrkur kókaínsins hafi verið á bilinu 83 til 84 prósent sem samsvarar 92 til 94 prósent af kókaínklóríði. Þegar mennirnir sneru aftur í íbúðina voru þeir handteknir. Í úrskurðinum segir að í íbúðinni hafi einnig fundust 2,5 milljónir króna í reiðufé, sem var falið í náttborðsskúffu svefnherbergis íbúðarinnar. Jafnframt hafi verið lagt hald á stílabók í náttborðsskúffunni sem búið var að skrifa í ýmislegt sem er talið tengjast aðkomu mannanna að málinu.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira