Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 09:32 Jack Grealish, leikmaður Manchester City, er einn af því sem hefur komið því í tísku að spila með litlar legghlífar. Getty/Visionhaus Það er skylda í fótbolta að spila með legghlífar en nýjasta æðið er að nota pínulitlar legghlífar til að fylgja þessari reglu. Norska knattspyrnusambandið ætlar að skera upp herör gegn slíku. Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal. Fótbolti Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Það leynir sér ekki að þessar litlu barnalegghlífar eru ekki mikil vörn gegn hörðum tæklingum andstæðinganna og því fylgir því aukin meiðslahætta að spila með slíkar skeljar. Það er hins vegar á ábyrgð leikmanna að mæta til leiks í réttum keppnisbúningi og svo gæti farið að dómarar neiti leikmönnum að fara inn á völlinn nema að þeir spili með legghlífar í fullri stærð. Norska ríkisútvarpið fjallar um þessa nýju herferð norska sambandsins. Fyrirsögnin á greininni hjá NRK:Skjámynd/NRK „Þessar eru mjög þægilegar og þessa vegna nota ég þær,“ sagði Joakim Nundal, leikmaður Sogndal, við NRK en hann er einn af þessum sem nota þessar barnalegghlífar. Hann er langt frá því að vera sá eini enda er þetta í tísku þökk sé leikmönnum eins og Jack Grealish hjá Manchester City og Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool. Nundal er ekki í vafa að leikmenn horfa þangað. „Stóru stjörnurnar í boltanum eru að nota svona hlífar,“ sagði Nundal. „Þetta er ekki nægileg vörn. Sumir dómarar hafa sagt frá því að þeir hafi séð leikmenn með samanbrotin dagblöð inn á sokkunum í stað legghlífa. Þetta er vaxandi vandamál,“ sagði Jan Olav Knutsen hjá norska knattspyrnusambandinu. Leikmenn þrettán til sextán ára mega nota minnstu stærð af legghlífum, leikmenn sextán til nítján ára mega nota legghlífar sem eru frá miðstæð til fullorðinstærðar en leikmenn eldri en nítján ára eiga síðan að nota legghlífar í fullri stærð. Norska sambandið telur aukna meiðslahættu fylgja þessu og þá sé hætt við því að leikmenn verði af tryggingargreiðslum verði uppvísir að nota ekki fulla vörn. „Við reiknum með því að þeir leikmenn sem taka ekki legghlífar sínar alvarlega séu í meiri hættu á að meiðast heldur en þeir sem nota fulla vörn,“ sagði Knutsen. „Ég er ekki að plana það að skipta yfir í stærri legghlífar. Þeir hafa ekki verið svo harðir á þessun hingað til þannig að svo framarlega sem ég kemst upp með þetta þá er í fínu lagi að nota þessar litlu legghlífar,“ sagði Nundal.
Fótbolti Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira