„Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2025 22:47 Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/EPA Þorsteinn Halldórsson sagði íslenska liðið hafi gert franska liðinu erfitt fyrir oft á tíðum í 3-2 tapinu í Le Mans í kvöld. Hann kallaði eftir stuðningi áhorfenda í heimaleikjunum sem framundan eru í apríl. „Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira
„Mér fannst oft vera vinnsla í liðinu. Við vorum að allan tímann og auðvitað voru þær meira með boltann eins og við vissum fyrir fram. Heilt yfir fannst mér við spila varnarleikinn þokkalega vel. Við þorðum hlutum en síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn í viðtali á RÚV eftir leik. Þrátt fyrir að umræddur síðasti þriðjungur vallarins hafi reynst íslenska liðinu erfiður var Þorsteinn ánægður með mörkin tvö sem Ísland skoraði. „Við skorum tvö mörk á útivelli á móti Frökkum sem er ákveðinn styrkur. Við lendum undir 2-0 og það leit illa út en komum til baka og minnkum muninn. Lendum aftur tveimur mörkum yfir en minnkum muninn aftur.“ „Við gerðum þetta heilt yfir erfitt hjá þeim en auðvitað hefði maður viljað fá einhver augnablik eftir að við minnkuðum muninn en þau komu fá. Þær náðu að drepa leikinn og fengu að tefja ógeðslega mikið og taka allt tempó úr leiknum í föstum leikatriðum. Þær náðu að drepa leikinn síðustu 10-15 mínúturnar.“ „Okkur er refsað illilega“ Íslenska liðið lenti oft á tíðum í vandræðum að koma boltanum upp völlinn og byggja upp spil. Þorsteinn sagði að íslenska liðinu hefði verið refsað fyrir mistök. „Auðvitað leggur maður upp ákveðnar leiðir og ákveðnar hugmyndir. Svo taka leikmenn ákvörðun sem þeim líður best með, það er það sem við leggjum upp með. Ef þér líður vel með sendingu þá tekur þú hana og stundum misheppnast það. Auðvitað langar engan að gera svona mistök og það vill engin sjá þau. Þetta er partur af fótboltanum og auðvitað var okkur refsað fyrir það illilega. Þetta getur gerst.“ Undir lokin töfðu Frakkar leikinn og tóku meðal annars hornspyrnu þar sem þær ætluðu að halda boltanum við hornfánann. „Þær vildu halda okkur frá markinu og voru orðnar hræddar við það ef við fengjum fast leikatriði. Þær voru smeykar ef við kæmum upp völlinn að við myndum refsa fyrir það. Þetta var gott leikplan hjá þeim að drepa leikinn svona niður.“ Vill gera heimavöllinn að grýlu Í apríl leikur íslenska liðið heimaleiki við Sviss og Noreg sem eru afar mikilvægir varðandi framhald Íslands í Þjóðadeildinni. „Auðvitað eru þetta allt úrslitaleikir og skipta gríðarlega miklu máli. Það er vont að byrja á tveimur útileikjum því þú vilt fá heimaleikina líka og við vitum öll ástæðuna fyrir því.“ „Nú eigum við tvo heimaleiki og þurfum stuðning áhorfenda, mikið af fólki til að styðja við okkur og gera heimavöllinn að ákveðinni grýlu. Ég vona að fólk mæti á þá leiki og styðji við okkur. Ef fólk gerir það þá munum við sýna tvo góða leiki.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Ísland - Ungverjaland | Úrslitaleikur um efsta sætið í riðlinum Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Sjá meira