Valdi dauða með aftökusveit Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2025 21:50 Brad Sigmon vildi ekki láta taka sig af lífi með lyfjum, eftir að þrjár síðustu slíku aftökur Suður-Karólínu tóku rúmlega tuttugu mínútur. NTB-AP og Getty Aftökusveit mun í næsta mánuði skjóta mann til bana í fyrsta sinn í Bandaríkjunum í fimmtán ár. Morðinginn Brad Sigmon fékk að velja hvort hann yrði tekinn af lífi með lyfjum, færi í rafmagnsstólinn eða færi fyrir aftökusveit og valdi hann síðasta kostinn. Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Frá 1976 hafa einungis þrír menn verið skotnir af aftökusveit í Bandaríkjunum og allir þeirra í Utah. Síðasta slíka aftakan fór fram árið 2010 en Sigmon verður tekinn af lífi í Suður-Karólínu, eins og fram kemur í frétt CNN. Sigmon, sem er 67 ára gamall, var árið 2001 dæmdur fyrir að berja foreldra fyrrverandi kærustu sinnar til dauða með kylfu. Hann rændi kærustunni fyrrverandi en henni tókst að komast undan. Þegar hún hljóp frá bíl Sigmons skaut hann á eftir henni en hæfði hana ekki. Þann 7. mars verður Sigmon bundinn í stól, hetta sett yfir höfuð hans og skotmark sett yfir hjara hans. Þrír sjálfboðaliðar munu svo skjóta hann af tæplega fimm metra færi. Lögmaður Sigmon segir að hann hafi valið aftökusveitina vegna þess að hann vildi ekki kveljast eins og fyrrverandi samfangar hans. Þrír síðustu mennirnir sem teknir hefðu verið af lífi með eitri í Suður-Karólínu hafi kvalist um langt skeið áður en þeir dóu. Hann hafi sömuleiðis ekki viljað brenna í rafmagnsstólnum og því hafi hann valdið aftökusveitina, þó það væri ofbeldisfullur dauði. Sérstakt aftökusvæði var gert í Suður-Karólínu árið 2022 eftir að erfitt varð fyrir embættismenn í Bandaríkjunum að koma höndum yfir lyfin sem hafa verið notuð til að taka menn af lífi. Árið 2023 var reglum breytt í ríkinu svo ekki þyrfti lengur að gefa upp hvaða fyrirtæki hefði selt lyfin og hófust þessar aftökur aftur í fyrra. Síðustu þrjár aftökur í ríkinu, þær sem lögmaður Sigmon vísaði til, voru gerðar með lyfinu pentobarbital. Í öllum tilfellum voru mennirnir lengur en tuttugu mínútur að deyja. Í frétt Guardian segir að lögmenn mannanna þriggja segi þá hafa upplifað köfnun eða drukknunartilfinningu þegar þeir dóu. Lögmaður Sigmon hefur farið fram á við ríkisstjóra Suður-Karólínu að hann hlífi Sigmon og breyti dómi hans í lífstíðardóm. Eins og fram kemur í frétt CNN hefur enginn ríkisstjóri orðið við því í 49 ár, frá því dauðadómur var tekinn upp á nýjan leik í ríkinu.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira