Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 13:16 Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera. Það var á föstudaginn sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tilkynnti um að hún féllist ekki á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem kennarar höfðu samþykkt. Hún hljóðaði upp á 24,5 prósenta hækkun á samningstímabilinu. Sambandið fundaði um stöðu mála í morgun en fundi lauk á ellefta tímanum. Einn af stjórnarmönnunum sagði að á fundi morgunsins hefðu allir stjórnarmenn verið viðstaddir. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður SÍS, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hún hafi stutt innanhússtillöguna. Fréttastofa hefur ekki náð á henni til að fá svör um hvort hún hyggist gera sérkjarasamning við kennara fyrir borgina. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki hrifin af þeim prósentutölum sem hafa verið nefnd í samningaviðræðunum kennara við ríki og sveitarfélög. „Þetta hljómar í okkar eyru eins og innistæðulaus lífskjarasókn og það sem við veltum fyrir okkur fyrst og fremst er hver á að borga? En eins líka hvaða áhrif svona miklar hækkanir myndu hafa á aðra samninga.“ Hún segir að hinir svonefndu stöðugleikasamningar sem gerðir voru fyrir ári hafi byggt á ákveðnum efnahagsforsendum og að deiluaðilar hafi viljað leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. „Þess vegna vorum við að gera langtíma kjarasamninga þar sem var verið að semja um launahækkanir árlega sem nema 3,25-3,5% og að lágmarki 23.759 kr. En þetta lágmark það tryggir þeim sem eru með lægstu launin hlutfalslega meiri hækkun. En ef við bara horfum í gegnum tölurnar og reiknum út skurðpunktinn þá sjáum við það að allir þeir sem eru yfir launum 678.571 á mánuði, þeir eiga að fá 3,5% hækkun núna í ár og næstu tvö ár og ef við bara horfum á grunnlaun kennara þá sjáum við það að þau eru að meðaltali hærri en þessi skurðpunktur og það er þess vegna sem við stöldruðum við þegar opinberir launagreiðendur samþykktu þessa fyrri innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram og við höfðum mjög miklar áhyggjur af henni.“ Sigríði Margréti hugnast ekki að hið opinbera leiði kjaraþróun í landinu. „Við gerum þá kröfu að þeirri launastefnu sem samið er um á almenna markaði, henni sé fylgt að opinberir launagreiðendur þeir hætti að leiða kjaraþróun í þessu landi. Þeir verða líka að kostnaðarmeta sérréttindi opinberra starfsmanna þegar þeir eru að gera kjarasamninga vegna þess að annars er bara tómt mál að tala um lífskjarasókn sem innistæða er fyrir.“ Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það var á föstudaginn sem stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga tilkynnti um að hún féllist ekki á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem kennarar höfðu samþykkt. Hún hljóðaði upp á 24,5 prósenta hækkun á samningstímabilinu. Sambandið fundaði um stöðu mála í morgun en fundi lauk á ellefta tímanum. Einn af stjórnarmönnunum sagði að á fundi morgunsins hefðu allir stjórnarmenn verið viðstaddir. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og formaður SÍS, hefur greint frá því í fjölmiðlum að hún hafi stutt innanhússtillöguna. Fréttastofa hefur ekki náð á henni til að fá svör um hvort hún hyggist gera sérkjarasamning við kennara fyrir borgina. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er ekki hrifin af þeim prósentutölum sem hafa verið nefnd í samningaviðræðunum kennara við ríki og sveitarfélög. „Þetta hljómar í okkar eyru eins og innistæðulaus lífskjarasókn og það sem við veltum fyrir okkur fyrst og fremst er hver á að borga? En eins líka hvaða áhrif svona miklar hækkanir myndu hafa á aðra samninga.“ Hún segir að hinir svonefndu stöðugleikasamningar sem gerðir voru fyrir ári hafi byggt á ákveðnum efnahagsforsendum og að deiluaðilar hafi viljað leggja sitt af mörkum til að draga úr verðbólgu og lækka vexti. „Þess vegna vorum við að gera langtíma kjarasamninga þar sem var verið að semja um launahækkanir árlega sem nema 3,25-3,5% og að lágmarki 23.759 kr. En þetta lágmark það tryggir þeim sem eru með lægstu launin hlutfalslega meiri hækkun. En ef við bara horfum í gegnum tölurnar og reiknum út skurðpunktinn þá sjáum við það að allir þeir sem eru yfir launum 678.571 á mánuði, þeir eiga að fá 3,5% hækkun núna í ár og næstu tvö ár og ef við bara horfum á grunnlaun kennara þá sjáum við það að þau eru að meðaltali hærri en þessi skurðpunktur og það er þess vegna sem við stöldruðum við þegar opinberir launagreiðendur samþykktu þessa fyrri innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram og við höfðum mjög miklar áhyggjur af henni.“ Sigríði Margréti hugnast ekki að hið opinbera leiði kjaraþróun í landinu. „Við gerum þá kröfu að þeirri launastefnu sem samið er um á almenna markaði, henni sé fylgt að opinberir launagreiðendur þeir hætti að leiða kjaraþróun í þessu landi. Þeir verða líka að kostnaðarmeta sérréttindi opinberra starfsmanna þegar þeir eru að gera kjarasamninga vegna þess að annars er bara tómt mál að tala um lífskjarasókn sem innistæða er fyrir.“
Félagasamtök Kjaraviðræður 2023-25 Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30 Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30 Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Til greina kemur að Reykjavíkurborg kljúfi sig frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum við kennara og geri sérsamninga við Kennarasamband íslands, ef marka má orðræðu nýs meirihluta í borgarstjórn. 23. febrúar 2025 14:30
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. 22. febrúar 2025 15:30
Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaradeilunni gegn kennurum, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn standi í vegi fyrir samningum til að koma höggi á ríkisstjórnina. 22. febrúar 2025 13:55
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent