Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar 22. febrúar 2025 15:30 Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun