20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:05 Fangelsinu á Litla Hrauni verður lokað þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á Stóra Hrauni. Mikið af byggingunum eru orðnar lélgar og verða þær rifnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend
Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira