20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:05 Fangelsinu á Litla Hrauni verður lokað þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á Stóra Hrauni. Mikið af byggingunum eru orðnar lélgar og verða þær rifnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend
Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira