Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2025 11:08 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, missti þolinmæðina í stærsta ræðupúlti landsins í fyrirspurnartíma á þingi nú rétt í þessu. Og hreytti ókvæðisorðum að Hildi Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins sem spurði hana út í styrkjamálið. Vísir/Arnar Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags og húsnæðismálaráðherra, brást ókvæða við fyrirspurn Hildar Sverrisdóttur þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins um styrki til flokksins, en talsverður styr hefur staðið um þau mál. Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Fjölmiðlar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira
Meginregla íslensks kröfuréttar mælir fyrir um skyldu þess sem þegið hefur fé umfram það sem hann átti skilið til þess að endurgreiða ofgreitt fé. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra ákveðið að láta það óátalið að nokkur fjöldi stjórnmálaflokka hefur þegið framlög án þess að eiga rétt á þeim. Þar má helst nefna Flokk fólksins, sem enn hefur ekki uppfyllt skilyrði um skráningu og þegið um 240 milljónir króna í framlög, og Vinstri græn, sem þáðu rúmar 266 milljónir króna árin 2022, 2023 og 2024 án þess að uppfylla skilyrði laga um skráningu. Dylgjur úr lausu lofti gripnar Hildur spurði Ingu annars vegar hvort hið opinbera hefði upplýsingar um flokkseiningar Flokks fólksins og hlutverk þeirra, sem er eitt skilyrða fyrir styrkveitingum, og hins vegar hvers vegna flokkurinn hefði ekki haldið landsfund frá árunum 2022-2024 ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. „Ég þakka hjartanlega hæstvirtum ráðherra [sic] fyrirspurnina sem lyktar af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Þær eru alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjunum sem eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ sagði Inga. Hróp og köll úr þingsal Voru nokkur hróp gerð í þingsal við þessi afdráttarlausu ummæli ráðherrans. En Inga virðist vera undir nokkrum áhrifum frá sínum pólitíska ráðgjafa, Heimi Má Péturssyni sem skrifaði svipaða grein og birti á Vísi liðna helgi. Inga hélt ótrauð áfram. „Meginandi laganna er að það þurfi að vera stjórnmálaflokkur, að það þurfi að uppfylla það að vera með kjörna fulltrúa, að það þurfi að upplifa það, eins og við erum, að vera með kjörna fulltrúa á Alþingi Íslendinga. Ég veit eiginlega ekki hvað háttvirtum þingmanni gengur til? En það væri kannski betra að það kæmi fram síðar. Hún getur kannski fengið kunningja sinn Jón Steinar Gunnlaugsson til að skrifa pistil um það.“ Hildur Sverrisdóttir náði að ýfa fjaðrirnar á formanni Flokks fólksins með fyrirspurn um styrki til stjórnmálaflokkanna.Vísir/Vilhelm Við svo búið rauk Inga úr ræðustól en úr þingsal heyrðust hróp: Er ekki bara hægt að svara fyrirspurninni? Og forseti alþingis, Þórunn Sveinbjarnardóttir þurfti að biðja um ró í salinn. Inga missti þolinmæðina í seinni hluta fyrirspurnarinnar en í þeim fyrri hafði hún sagt að það kæmi öðrum flokkum ekki við hvenær Flokkur fólksins héldi landsfund. Hann yrði á laugardaginn og þangað mætti fólk fjölmenna til að kynna sér störf flokksins og fá sér kaffisopa. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, nýtti nokkrar sekúndur af fyrirspurn sinni í framhaldinu til að gagnrýna svör Ingu, eða skort þar á. Óundirbúnar fyrirspurnir væri tækifæri stjórnarandstöðunnar til að spyrja ráðherra spurninga og hún þyrfti að venjast því. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Flokkur fólksins Rekstur hins opinbera Sjálfstæðisflokkurinn Styrkir til stjórnmálasamtaka Fjölmiðlar Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Innlent Góður fundur en fátt fast í hendi Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Fleiri fréttir Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Sjá meira