PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úrslit Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2025 22:16 Fagna einu sjö marka sinna. EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil. Leikurinn var í raun formsatriði fyrir stórlið PSG. Það var þó ekki að sjá þar sem PSG slakaði aldrei á og gjörsigraði andstæðinga sína í kvöld. Bradley Barcola skoraði eftir 20 mínútur í kjölfar undirbúnings Fábian Ruiz. Á 39. mínútu lagði Barcola svo upp fyrir Khvicha Kvaratskhelia. Staðan því 2-0 í hálfleik og 5-0 samanlagt. Vitinha bætti þriðja markinu við eftir undirbúning Ruiz á 59. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Désiré Doué eftir sendingu Gonçalo Ramos. Það var svo bakvörðurinn Nuno Mendes sem bætti fimmta markinu við á 69. mínútu eftir sendingu bakvarðarins Achraf Hakimi. Mendes fagnar marki sínu.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ramos og Doué sneru dæminu svo við þegar sá fyrrnefndi skoraði sjötta mark leiksins. Senny Mayulu bætti svo sjöunda markinu við eftir sendingu Kvaratskhelia á 86. mínútu. Lokatölur í París 7-0 og PSG mætir Liverpool eða Barcelona í 16-liða úrslitum. Í Eindhoven mættust PSV og Juventus. Gestirnir frá Ítalíu leiddu 2-1 eftir fyrri leikinn og hvorugt lið tók því áhættur strax í fyrri hálfleik, staðan markalaus að honum loknum. Í Þýskalandi var Sporting Lissabon í heimsókn hjá Borussia Dortmund. Heimamenn í Dortmund voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og sást það á leik kvöldsins. Gulir gerðu það sem þurfti til og skoruðu meira að segja mark sem var dæmt af áður en flautað var til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Dortmund mætir annað hvort Aston Villa eða Lille í 16-liða úrslitum. Dortmund er komið áfram.EPA-EFE/FABIAN STRAUCH Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Leikurinn var í raun formsatriði fyrir stórlið PSG. Það var þó ekki að sjá þar sem PSG slakaði aldrei á og gjörsigraði andstæðinga sína í kvöld. Bradley Barcola skoraði eftir 20 mínútur í kjölfar undirbúnings Fábian Ruiz. Á 39. mínútu lagði Barcola svo upp fyrir Khvicha Kvaratskhelia. Staðan því 2-0 í hálfleik og 5-0 samanlagt. Vitinha bætti þriðja markinu við eftir undirbúning Ruiz á 59. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Désiré Doué eftir sendingu Gonçalo Ramos. Það var svo bakvörðurinn Nuno Mendes sem bætti fimmta markinu við á 69. mínútu eftir sendingu bakvarðarins Achraf Hakimi. Mendes fagnar marki sínu.EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Ramos og Doué sneru dæminu svo við þegar sá fyrrnefndi skoraði sjötta mark leiksins. Senny Mayulu bætti svo sjöunda markinu við eftir sendingu Kvaratskhelia á 86. mínútu. Lokatölur í París 7-0 og PSG mætir Liverpool eða Barcelona í 16-liða úrslitum. Í Eindhoven mættust PSV og Juventus. Gestirnir frá Ítalíu leiddu 2-1 eftir fyrri leikinn og hvorugt lið tók því áhættur strax í fyrri hálfleik, staðan markalaus að honum loknum. Í Þýskalandi var Sporting Lissabon í heimsókn hjá Borussia Dortmund. Heimamenn í Dortmund voru 3-0 yfir eftir fyrri leikinn og sást það á leik kvöldsins. Gulir gerðu það sem þurfti til og skoruðu meira að segja mark sem var dæmt af áður en flautað var til leiksloka. Markalaust jafntefli niðurstaðan. Dortmund mætir annað hvort Aston Villa eða Lille í 16-liða úrslitum. Dortmund er komið áfram.EPA-EFE/FABIAN STRAUCH
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Barcelona stillti upp yngsta byrjunarliði félagsins í 95 ár Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Banna samkynhneigð en mætast samt í „Hinsegin leiknum“ á HM 2026 Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Sjá meira
Mbappé magnaður og meistararnir áfram Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld. 19. febrúar 2025 19:31