Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2025 22:06 Sævar Þór Jónsson segir tíðni þess að hjón geri kaupmála fara vaxandi á Íslandi. Vísir/Vilhelm Lögmaður segir Íslendinga gera kaupmála í auknum mæli og segist finna fyrir markverðri aukningu í kaupmálagerð á síðustu tíu árum og þá sérstaklega fyrir seinna hjónaband. Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann. Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Sævar Þór Jónsson lögmaður var til viðtals í Reykjavík síðdegis í dag og var tilefni viðtalsins nýlegar fréttir sem bárust frá Skotlandi í gær af íslenskum lækni búsettum þar sem hefur lent ansi óþægilegri stöðu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurtöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021 vegna óuppgerðs lífeyris. Hann giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann yrði giftur tveimur konum samtímis. Málið á sér engin fordæmi i skoskri réttarsögu né íslenskri að sögn Sævars. Fólk læri af reynslunni Hann segir íslenska dómstól ekki hafa fallist á það að persónubundin réttindi á borð við séreignasparnað komi til skipta í tilfelli skilnaðar. „Það er ansi fátítt að það sé samþykkt að lífeyrisréttindi komi til skipta. Það þarf sérstakar aðstæður til að svo verði,“ segir Sævar. Hann segir að það séu meira að segja fordæmi fyrir því að lífeyrir sjómanns komi ekki til skiptanna þegar hann og eiginkona hans sem hefur sinnt húsmóðurstörfum allt hjónabandið skilja. Hann segir í því samhengi að tíðni þess að íslensk hjón geri kaupmála hafi stóraukist á undanförnum árum. „Þetta er oftar en ekki það að fólk vill halda eignum fyrir utan fjárskipti þegar kemur að skilnaði. Það er kannski í mörgum tilvikum geta þetta verið hesthús, sumarbústaðir, aðrar aukaeignir sem einstaklingarnir eiga. Þetta er fólk oftar en ekki að gera í seinni sambúð, þegar fólk er komið í sambúð númer tvö. Þá hefur fólk lært af reynslunni og vill tryggja sig,“ segir hann. Lögin komin til ára sinna Sævar segir að lögin séu þó komin til ára sinna og að þau mættu fara í endurskoðun. „Vandamálið í dag snýr líka að því að þegar fólk er í seinni sambúð og þar er kominn nýr maki en börnin eru úr fyrra hjónabandi. Þá er það þannig að annar deyr og þá fær viðkomandi að sitja í óskiptu búi ef það er búið að gera erfðaskrá og þess háttar. Þetta leggst illa í börn úr fyrra hjónabandi að það sé allt í einu einhver annar aðili sem situr um eignirnar á meðan hann er á lífi,“ segir hann. „Það hefur stundum ekki gengið mjög vel fyrir þessa erfingja að ná síðan til eignanna þegar þessi viðkomandi aðili sem hefur sitið í óskiptu búi deyr. Það er kannski kominn tími til að þetta sé aðeins endurskoðað,“ segir Sævar. Er mikið mál að gera kaupmála? „Nei, nei, í sjálfu sér ekki. Þetta er aðallega bara að stilla upp hvaða eignir það eru sem eiga að vera fyrir utan fjárskipti og það á ekki að vera flókið mál,“ segir hann.
Reykjavík síðdegis Dómsmál Fjölskyldumál Fjármál heimilisins Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira