Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Aron Guðmundsson skrifar 19. febrúar 2025 15:03 Svo virðist sem að Arnór Sigurðsson sé að ganga í raðir Malmö í Svíþjóð. Getty/Gary Oakley Það bendir allt til þess að Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson verði bráðlega kynntur sem nýr leikmaður Malmö í Svíþjóð. Sænskir miðlar greina frá því í dag að hann fái því sem nemur rétt tæpum 160 milljónum íslenskra króna fyrir það eitt að skrifa undir samning við félagið. Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira
Vitað er að mörg sænsk félög hafa áhuga á því að fá Arnór í sínar raðir en samningi Skagamannsins við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers var rift eftir að forráðamenn þess ákváðu að skrá Arnór ekki í hóp sinn fyrir seinni hluta tímabilsins eftir að félagsskiptaglugganum í Englandi var lokað. Í samtali við Vísi sagði Arnór að félagið hefði sett sig í skítastöðu en nú virðist sem svo að hann sé búinn að finna næsta viðkomustað á sínum ferli og það hjá sænsku meisturunum í Malmö. Sænski miðillinn Fotbolldirekt greinir frá því í dag að Arnór sé búinn að samþykkja þriggja ára samning við Malmö. Mánaðarlaun hans nemi um 200 þúsund sænskum krónum á mánuði, það jafngildir um 2,6 milljónum íslenskra króna. Það er hins vegar undirskriftarbónus í samningnum sem vekur athygli ytra. Samkvæmt heimildum Fotbolldirekt mun Arnór fá tólf milljónir sænskra króna í bonus fyrir það eitt að krota undir samning við Malmö. Sú upphæð jafngildir rétt undir 160 milljónum íslenskra króna. Fleiri sænskir miðlar greina frá þessu og vitna í Fotbolldirekt. Arnór hefur lítið spilað á yfirstandandi tímabili með Blackburn Rovers vegna veikinda og meiðsla en nú styttist óðum í að hann geti stigið aftur inn á völlinn. Malmö hafði mikla yfirburði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og vann hana með ellefu stiga forskoti. Fyrsti leikur liðsins á komandi tímabili í sænsku úrvalsdeildinni er gegn Djurgarden þann 29.mars næstkomandi en áður en að því kemur á liðið leiki í Svenska Cupen. Arnór þekkir vel til í Svíþjóð eftir dvöl hjá Norrköping, fyrst árið 2017-2018 og svo árið 2022-2023. Alls á hann að baki 46 leiki í sænsku úrvalsdeildinni, í þeim leikjum skoraði hann 14 mörk og gaf átta stoðsendingar.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Sjá meira