Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu í síðsutu viku. Með þeim var X Æ A-Xii, sonur Musks. AP/Alex Brandon Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“