„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. febrúar 2025 19:28 Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“ Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“
Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum