„Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 18. febrúar 2025 19:28 Flutningsmaður tillögunnar er Bergþór Ólason en meðflutningsmenn eru Ingibjörg Davíðsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigríður Á. Andersen, Snorri Másson og Þorgrímur Sigmundsson, þingmenn Miðflokksins og Jens Garðar Helgason, Bryndís Haraldsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um breytt fyrirkomulag á útvarpsgjaldi segir núverandi fyrirkomulag slæmt og það hafi verið viðhaft sem einhvers lags plástur árum saman. Hann segist vongóður og finnur fyrir meiri stuðningi við tillöguna en áður. Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“ Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira
Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en Ríkisútvarpsins. Þeir settu fram þingsályktunartillögu þess efnis á Alþingi í dag en hún hefur fjórum sinnum áður verið rædd. Tillagan felur í sér að menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra í samráði við fjármálaráðherra, leggi fram frumvarp sem kveði á um að greiðendur útvarpsgjalds geti sjálfir ráðstafað þriðjungi gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Hann segist vongóður um að hún náði fram að ganga en rætt var við hann í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann bendir á að áður hafi hann haft einn meðflutningsmann með sér í málinu en nú séu þeir orðnir um sextán. Logi vilji hverfa frá núverandi fyrirkomulagi „Umræðan í samfélaginu hverfist mikið um stöðuna á einkareknum miðlum og hversu snúin hún er. Og þessa yfirburðastöðu sem Ríkisútvarpið hefur búið við í raun alla tíð, en ágerist og verður alvarlegri gagnvart því sem einkareknu miðlarnir eru að eiga við.“ Hann telur að skilningur fólks á stöðu einkarekinna miðla hérlendis hafi aukist hratt. „Nú er ráðherra málaflokksins að horfa til þess að hverfa frá þessu slæma ríkisstyrkjafyrirkomulagi sem viðhaft hefur verið sem einhvers lags plástur árum saman. Og ég vona að þetta upplegg verði partur af því hlaðborði sem ráðherra velur úr hvað varðar að bæta stöðu einkarekinna miðla meðan dregið er úr yfirburðastöðu Ríkisútvarpsins,“ segir Bergþór en Logi Einarsson háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra fer með málaflokkinn. Með tillögunni sé gert ráð fyrir að almenningur fái svigrúm til að ráðstafa þriðjungi útvarpsgjaldsins á skattskýrslu hvers árs. „Og geti þá valið hvort það sé héraðsfréttamiðill Stöð 2/Sýn, Morgunblaðið, DV, listinn er í raun mjög langur,“ segir Bergþór. Nýti allir greiðendur útvarpgjaldsins heimildina fari vel á annan milljarð til einkareknu fréttamiðlanna með þessum hætti. „Sem er umtalsvert meira en þessi árlegi ríkisplástur er að gera núna en á sama tíma er þetta auðvitað frelsismál sem auðveldar fólki að styðja við þá miðla sem það telur mest gagn af hverju sinni.“
Fjölmiðlar Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Sjá meira