Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 20:15 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur er formaður velferðarnefndar Alþingis. Hún segir nauðsynlegt að bregðast við þeim upplýsingum sem fram komu í þætti Kompáss í gær. Vísir/Vilhelm Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Í Reykjavík síðdegis var rætt við Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, formann velferðarnefndar Alþingis. Tilefnið var umfjöllum Kompáss í gær um það sem kallað hefur verið „Villta vestrið“ þegar kemur að fylliefnum. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem var í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. „Mér brá nú talsvert eins og sjálfsagt mörgum,“ sagði Bjarkey, spurð um sín viðbrögð við umfjölluninni. „Þó maður hafi nú alveg séð úti á götum, sérstaklega ungar stúlkur með heldur breiðar og miklar varir og vitandi það að auðvitað væri verið að setja einhver efni í þær, þá áttaði maður sig ekki á hversu mikið Villta vestur þetta er.“ Hefur lagt fram fyrirspurn til ráðherra Bjarkey segist í morgun hafa lagt fram skriflega fyrirspurn til Willum Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra um þessi mál og hvort hann hyggist setja einhvers konar reglugerð um notkun þessara efna. „Mig langar líka bara að vita hvernig eftirlitinu bæði með notkun og innflutningi er háttað. Er hægt að panta þessi efni í gegnum erlenda vefverslun, ég veit það ekki. Ég er svona að velta því upp við hann líka og svo hvort landlæknir hafi einhver úrræði til þess að fylgjast með þessu og hvort það sé vitað hversu margir einstaklingar hafi leitað læknisþjónustu vegna þessa. Mér finnst þetta gríðarlega alvarlegt mál, þannig að mér finnst að við verðum einhvern veginn að bregðast við.“ Þá sagðist hún vona umræðan deyi ekki út á næstu dögum nú þegar hún sé farin af stað. Hægt er að hlusta á viðtalið við Bjarkeyju hér að neðan.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55
Stjórnlausar fegrunarmeðferðir: Sprauta lyfi sem einungis læknar mega nota Efni til að leysa upp varafyllingar eru notuð á ólögmætan hátt á snyrtistofum hér á landi. Læknir segir markaðinn með fylliefni stjórnlausan og óttast að illa geti farið. 25. september 2023 21:01