Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2025 19:00 Elías Rafn stóð vaktina með sóma. ose Manuel Alvarez Rey/Getty Images Danmerkurmeistarar Midtjylland eru komnir á topp efstu deildar karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur í Íslendingaslagnum gegn Lyngby. Efsta deild karla í Danmörku er farin aftur af stað eftir jólafrí og skoraði Mikael Anderson til að mynda fyrr í dag í 4-1 sigri AGF í Íslendingaslag gegn Sönderjyske. Í leik Midtjylland og Lyngby var það markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sem hafði betur gegn Sævari Atla Magnússyni og félögum. Elías Rafn meiddist í Evrópudeildarleik gegn Porto þann 12. desember síðastliðinn. Var hann fjarri góðu gamni þegar liðið lék gegn Fenerbahçe og Ludogorets í sömu keppni í síðasta mánuði sem og þegar liðið tapaði fyrir Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad á dögunum. Hann var hins vegar á sínum stað í markinu þegar Lyngby kom í heimsókn í dag og þar sem Elías Rafn hélt marki sínu hreinu þá dugði mark Adam Buksa úr vítaspyrnu til að hirða stigin þrjú. Sikker fra pletten 🎯#FCMLBK pic.twitter.com/TgZrNsKrV8— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 16, 2025 Með sigrinum fer Midtjylland á topp deildarinnar með 36 stig en FC Kaupmannahöfn mætir Randers á morgun og getur jafnað Danmerkurmeistarana að stigum. Sævar Atli spilaði rúmlega klukkustund í liði Lyngby sem er í bullandi fallbaráttu. Liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik á leiktíðinni og er með tíu stig að loknum 18 leikjum. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos. 16. febrúar 2025 16:59 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Efsta deild karla í Danmörku er farin aftur af stað eftir jólafrí og skoraði Mikael Anderson til að mynda fyrr í dag í 4-1 sigri AGF í Íslendingaslag gegn Sönderjyske. Í leik Midtjylland og Lyngby var það markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sem hafði betur gegn Sævari Atla Magnússyni og félögum. Elías Rafn meiddist í Evrópudeildarleik gegn Porto þann 12. desember síðastliðinn. Var hann fjarri góðu gamni þegar liðið lék gegn Fenerbahçe og Ludogorets í sömu keppni í síðasta mánuði sem og þegar liðið tapaði fyrir Orra Steini Óskarssyni og félögum í Real Sociedad á dögunum. Hann var hins vegar á sínum stað í markinu þegar Lyngby kom í heimsókn í dag og þar sem Elías Rafn hélt marki sínu hreinu þá dugði mark Adam Buksa úr vítaspyrnu til að hirða stigin þrjú. Sikker fra pletten 🎯#FCMLBK pic.twitter.com/TgZrNsKrV8— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) February 16, 2025 Með sigrinum fer Midtjylland á topp deildarinnar með 36 stig en FC Kaupmannahöfn mætir Randers á morgun og getur jafnað Danmerkurmeistarana að stigum. Sævar Atli spilaði rúmlega klukkustund í liði Lyngby sem er í bullandi fallbaráttu. Liðið hefur aðeins unnið einn deildarleik á leiktíðinni og er með tíu stig að loknum 18 leikjum.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos. 16. febrúar 2025 16:59 Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Enski boltinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Enski boltinn Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víti í blálokin dugði Liverpool Í beinni: Man. City - Man. Utd. | Sesko fær að byrja á Etihad Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Í beinni: FHL - Breiðablik | Botnliðið fær toppliðið í heimsókn Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir þurfa stig Í beinni: KA - Vestri | Efri hlutinn heillar Í beinni: FH - Fram | Allt undir í Krikanum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Sjá meira
Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos. 16. febrúar 2025 16:59