Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 16:23 Svona líta bílarnir út. Bílstjórinn situr í að framan en gafflarnir lyfta að framan. Terra varar við því að fólk gangi undir þegar tæming fer fram. Terra Terra umhverfisþjónusta varar við því að fólk gangi undir gáma þegar bílstjórar þeirra vinna við að tæma þá. Í tilkynningu kemur fram að bílstjórar Terra umhverfisþjónustu hafi undanfarið orðið varir við það að fólk gangi undir gáma þegar verið er að hífa þá upp til að tæma. Markaðsstjóri segir málið alvarlegt og þau vilja vara við þessari hegðun. „Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“ Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira
„Það þarf ekki að spyrja að leikslokum ef eitthvað kemur upp á og gámurinn fellur á viðkomandi. Umgöngumst stór ökutæki með varúð og förum aldrei undir hluti sem verið er að lyfta eða hífa,“ segir í tilkynningu frá Terra í gær. Gámarnir sem um ræðir.Terra Erna Björk Häsler markaðsstjóri Terra segir þetta ekki eiga við þegar bílarnir eru að hífa upp djúpgámana til að tæma þá heldur eigi þetta frekar við þegar bílarnir taki minni gáma með göfflum að framan til að tæma þá ofan í bílinn. „Bílarnir eru með gafla sem þeir nota til að lyfta og sturta aftur fyrir sig,“ segir Erna Björk. Geta lítið gert einir í bílnum Í þessum bílum þurfi bílstjórarnir að sitja inni í bílnum á meðan bílstjórar sem tæmi djúpgáma standi úti og geti gripið fyrr inn í. „Bílstjórinn er einn og getur lítið gert þegar einhver hleypur undir. Nú er þetta búið að gerast það oft að við ákváðum að setja út þessa færslu til að vara við þessu. Þannig fólk geti talað við börn og aðra. Gámarnir eru auðvitað svakalega þungir og sérstaklega þegar þeir eru fullir. Svo er þetta ágætis hæð sem er verið að lyfta þeim í. Eftir að við vorum komin með nokkrar tilkynningar þá bað öryggisstjóri að það yrði eitthvað gert. Svo fólk átti sig á því hversu alvarlegt það er. Það þarf ekki nema nokkrar sekúndur. Búnaðurinn getur klikkað og þetta gæti dottið.“ Bæði börn og fullorðnir Hún segir bílstjórana bæði hafa staðið börn og fullorðna að því að hlaupa undir gámana. „Börnin kannski fatta ekki hversu hættulegt þetta er. En við viljum minna á þetta því okkur finnst það okkar ábyrgð að upplýsa um það þegar eitthvað svona er að koma ítrekað upp. Það skiptir okkur máli.“
Sorphirða Slysavarnir Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Sjá meira