Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:15 Alma Möller segir niðurstöðuna góða, skynsamlega og mikilvæga. Vísir/Einar Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Sjá meira