Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:15 Alma Möller segir niðurstöðuna góða, skynsamlega og mikilvæga. Vísir/Einar Alma Möller heilbrigðisráðherra hefur gert tillögu að breytingum á reglugerðinni á þann hátt að allir sjúkratryggðir greiði 500 krónur fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum vegna krabbameinsleitar einu sinni á ári. Gjaldið var lækkað í fyrra en Brakkasamtökin hafa gagnrýnt að konur sem þurfi reglulegt eftirlit hafi þurft að greiða meira. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að samkvæmt nýrri reglugerð gildi einu hvort myndatakan er vegna lýðgrundaðrar skimunar, eftirlits í kjölfar krabbameinsleitar eða liður í eftirliti kvenna í áhættuhópi, svo sem vegna BRCA arfgerðar. Allar konur greiði 500 krónur fyrir myndatökuna. Reglugerðin er í samráðsgátt og í samráði til lok mánaðarins. Brakkasamtökin hafa gagnrýnt fyrirkomulagið en konur með BRCA-genið hafa þurft að greiða meira fyrir skimunina en aðrir en þurfa að fara oftar í hana. „Ég hef farið vel yfir framangreind sjónarmið og átti einnig gagnlegan fund með Brakkasamtökunum 30. janúar síðastliðinn. Þau rök sem hafa verið færð fram til breytinga á gjaldtökunni tel ég mikilvæg. Ég setti því af stað vinnu í ráðuneytinu til að fara í saumana á málinu og tel okkur hafa komist að góðri og skynsamlegri niðurstöðu,“ er haft eftir Ölmu Möller heilbrigðisráðherra í tilkynningu um málið. Þar kemur fram að auk gagnrýni frá Brakkasamtökunum hafi ráðuneytið fengið athugasemdir frá Krabbameinsfélaginu að því er varðar konur sem þurfa á eftirliti að halda eftir meðferð vegna krabbameins í brjósti einu sinni á ári í fimm ár eftir að meðferð lýkur. Á Facebook-síðu Brakkasamtakanna er þessu fagnað. „Þetta er búið að vera eitt af stóru baráttumálum Brakkasamtakanna og frábært að þetta sé nú loks að komast í gegn,“ segir í færslu sem birt var í gær en Alma tilkynnti fyrst um þessar breytingar í ræðu á þinginu fyrr í vikunni. Gjaldið lækkað síðasta haust Gjald fyrir lýðgrundaða skimun var lækkað síðasta haust úr um sex þúsund krónum í 500 krónur til samræmis við gjald fyrir leghálskrabbameinsskimun. Greiðsluþátttaka sjúklinga fyrir röntgenmyndatöku af brjóstum sem ekki er liður í lýðgrundaðri skimun hélst hins vegar óbreytt, eða um 12.500 kr. og reiknaðist það inn í greiðsluþátttökukerfi sjúkratrygginga. Í tilkynningu segir jafnframt að við mat ráðuneytisins hafi verið heilbrigðisstefnu og stefnu stjórnvalda í krabbameinsmálum. Matið hafi einnig snúið að þeim meginsjónarmiðum sem greiðsluþátttökukerfi heilbrigðisþjónustu byggist á, um að gæta jafnræðis gagnvart sjúklingum, óháð sjúkdómum. „Niðurstaðan er sú að forsendur séu til að gera þær breytingar sem lagðar eru til í meðfylgjandi drögum að reglugerð. Réttur sjúkratryggðra til að greiða 500 kr. fyrir röntgenmyndatöku vegna krabbameinsleitar í brjóstum verði þannig rýmkaður og taki ekki aðeins til lýðgrundaðrar skimunar líkt og áður, heldur gildi jafnt um alla sjúkratryggða, að hámarki einu sinni á ári,“ segir að lokum.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Jafnréttismál Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira