Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2025 11:54 Norski dómarinn skoðaði fleiri en eitt atvik í skjánum eftir að hafa dæmt hönd og víti. Enginn fékk boltann í höndina en dómaranum tókst að finna annað brot. Skjáskot/Stöð 2 Sport Víkingar unnu frækinn 2-1 sigur gegn gríska stórveldinu Panathinaikos í gærkvöld en samt voru margir svekktir eftir leik því mark Panathinaikos kom eftir ansi vafasaman vítaspyrnudóm undir lokin. Dóminn og vítið má nú sjá á Vísi. Víkingar fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Aþenu næsta fimmtudag, í þessu einvígi um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Forskotið hefði hæglega getað verið að minnsta kosti tvö mörk og sérfræðingar Stöðvar 2 Sport voru á einu máli um að vítaspyrnudómurinn hefði verið rangur, eins og sjá má í umræðunum hér að neðan. Norski dómarinn Rohit Saggi dæmdi upphaflega hendi og víti en það var kolrangur dómur því boltinn fór aldrei í hönd nokkurs leikmanna Víkings. Það sem skipti hins vegar sköpum var að Saggi hafði beðið í um fjórar sekúndur með að flauta í flautuna sína. Á þeim stutta tíma varð annað atvik sem Saggi mat á endanum sem brot Daníels Hafsteinssonar. „Ekki hendi en við fundum dálítið annað“ Eftir að hafa verið kallaður í VARsjána og séð að ekki var um neina hendi að ræða gat Saggi því haldið sig við vítaspyrnudóminn á þeim forsendum að Daníel hefði gerst brotlegur sem þó var einnig svo sannarlega umdeilanlegt. „Þeir í VAR-herberginu redduðu honum. Þeir voru að skoða þetta og sögðu: „Heyrðu, þetta er ekki hendi en við fundum dálítið annað. Viltu ekki koma og tékka á því? Við getum bjargað þér.“ Þetta var bara þannig atburðarás. Annars var hann frábær í þessum leik, þessi dómari,“ sagði Baldur Sigurðsson í uppgjörsþætti Stöðvar 2 Sport eftir leikinn. „Þetta er svo pirrandi. Hann er að dæma hendi en finnur svo bara eitthvað annað,“ bætti Baldur við. „Mér finnst þetta algjör þvæla“ „En finnst ykkur þetta vera víti?“ spurði Atli Viðar Björnsson og Ríkharð Óskar Guðnason svaraði því með skýrum hætti: „Aldrei!“ og Atli Viðar tók undir það: „Auðvitað koma menn við hvern annan í teignum. Mér finnst þetta algjör þvæla.“ „Víkingarnir geta verið mjög ósáttir þegar þeir sjá þetta. Eitt mark getur skipt öllu máli í svona,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir er seinni leikur liðanna í Aþenu á fimmtudaginn og ferðast Víkingar því beint frá Helsinki, þar sem leikurinn í gær fór fram, til Grikklands. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. 14. febrúar 2025 10:02 Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 20:00 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. 13. febrúar 2025 20:59 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Víkingar fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Aþenu næsta fimmtudag, í þessu einvígi um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Forskotið hefði hæglega getað verið að minnsta kosti tvö mörk og sérfræðingar Stöðvar 2 Sport voru á einu máli um að vítaspyrnudómurinn hefði verið rangur, eins og sjá má í umræðunum hér að neðan. Norski dómarinn Rohit Saggi dæmdi upphaflega hendi og víti en það var kolrangur dómur því boltinn fór aldrei í hönd nokkurs leikmanna Víkings. Það sem skipti hins vegar sköpum var að Saggi hafði beðið í um fjórar sekúndur með að flauta í flautuna sína. Á þeim stutta tíma varð annað atvik sem Saggi mat á endanum sem brot Daníels Hafsteinssonar. „Ekki hendi en við fundum dálítið annað“ Eftir að hafa verið kallaður í VARsjána og séð að ekki var um neina hendi að ræða gat Saggi því haldið sig við vítaspyrnudóminn á þeim forsendum að Daníel hefði gerst brotlegur sem þó var einnig svo sannarlega umdeilanlegt. „Þeir í VAR-herberginu redduðu honum. Þeir voru að skoða þetta og sögðu: „Heyrðu, þetta er ekki hendi en við fundum dálítið annað. Viltu ekki koma og tékka á því? Við getum bjargað þér.“ Þetta var bara þannig atburðarás. Annars var hann frábær í þessum leik, þessi dómari,“ sagði Baldur Sigurðsson í uppgjörsþætti Stöðvar 2 Sport eftir leikinn. „Þetta er svo pirrandi. Hann er að dæma hendi en finnur svo bara eitthvað annað,“ bætti Baldur við. „Mér finnst þetta algjör þvæla“ „En finnst ykkur þetta vera víti?“ spurði Atli Viðar Björnsson og Ríkharð Óskar Guðnason svaraði því með skýrum hætti: „Aldrei!“ og Atli Viðar tók undir það: „Auðvitað koma menn við hvern annan í teignum. Mér finnst þetta algjör þvæla.“ „Víkingarnir geta verið mjög ósáttir þegar þeir sjá þetta. Eitt mark getur skipt öllu máli í svona,“ sagði Baldur. Eins og fyrr segir er seinni leikur liðanna í Aþenu á fimmtudaginn og ferðast Víkingar því beint frá Helsinki, þar sem leikurinn í gær fór fram, til Grikklands.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. 14. febrúar 2025 10:02 Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 20:00 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. 13. febrúar 2025 20:59 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. 14. febrúar 2025 10:02
Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Víkingur vann gríðarsterkan 2-1 sigur gegn Panathinaikos í fyrri umspilsleik liðanna. Davíð Örn skoraði sitt fyrsta Evrópumark og varamaðurinn Matthías Vilhjálmsson bætti svo við fyrir Víkinga. Gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Panathinaikos í Grikklandi eftir viku, sigurvegari einvígisins heldur áfram í sextán liða úrslit Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 20:00
Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41
„Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos í 2-1 tapi gegn Víkingi í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili Sambansdeildarinnar. Sverrir segir liðið þurfa að gera betur á öllum sviðum leiksins ef það ætlar ekki að detta úr leik í næstu viku. 13. febrúar 2025 20:59
„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39