„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 20:39 Davíð Örn Atlason fagnar seinna marki Vikinga í sigrinum á Panathinaikos í kvöld. Getty/Ville Vuorinen Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
Víkingar voru grimmir í leiknum og í raun óheppnir að vinna hann ekki stærra. Þeir fara með eins marks forskot í seinni leikinn í Grikklandi. Davíð var þarna fyrsti leikmaðurinn til að skora fyrir íslenskt lið í útsláttarkeppni Evrópukeppni síðan núverandi kerfi var tekið upp.„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna að maður hafi verið að sigra Panathinaikos með sínu uppeldisfélagi. Svo er aftur á móti önnur tilfinning að við verðum að koma okkur niður á jörðina því það er bara hálfleikur í þessu einvígi,“ sagði Davíð eftir leikinn. „Við leyfum okkur að fagna aðeins núna og njóta stundarinnar. Þetta er ekki búið,“ sagði Davíð. Hann var að skora sitt fyrsta mark í Evrópuleik. „Ég skora ekki oft og ég held að ég hafi ekki náð að skora neitt mark í fyrra. Ég er búinn að skora bæði í Lengjubikarnum og núna. Þetta er ákall að fá að fara oftar inn í teiginn í föstum leikatriðum,“ sagði Davíð. „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður í þessari keppni og nú líka í undirbúningnum. Mér finnst við bara góðir í að verjast í þessu kerfi. Maður fær ákveðna ánægju af því að verjast í þessu kerfi,“ sagði Davíð og vitnaði í gamla þjálfarann sinn. „Við vissum að við þurftum að söffera ansi lengi í þessum leik og mér fannst við gera það vel. Þetta er gott kerfi þegar maður veit að maður þarf að þjást svolítið,“ sagði Davíð. „Seinni leikurinn verður allt annað dæmi þar sem við verðum komnir í aðrar aðstæður og annað loftslag. Annað undirlag. Það er þeirra heimavöllur með þeirra fólki. Ég veit ekki hvað maður á von á mörgum í stúkunni,“ sagði Davíð. „Ég held að við höfum séð á löngum köflum í þessum leik hvernig sá leikur verður. Við verðum bara að mæta gíraðir og með kassann úti. Tilbúnir í að verja markið okkar og nýta þá sjensa sem við fáum. Við sáum það í kvöld að við hefðum getað bætt við mörkum,“ sagði Davíð. Klippa: Viðtal við Davíð Örn Atlason: Allt svona hálfóraunlegt núna
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira