Kanna fullyrðingar hjúkrunarfræðings sem sagðist drepa Ísraela Kjartan Kjartansson skrifar 12. febrúar 2025 15:50 Lögreglukona stendur nærri vegg sem á hefur verið krotað „Drepum Ísrael“ í Sydney í Ástralíu í desember. AP/Mick Tsikas/AAP Sjúkrahús í Ástralíu fer nú yfir sjúkraskrár eftir að hjúkrunarfræðingur þar hélt því fram að hann dræpi Ísraela frekar en að líkna þeim. Engin vísbendingar eru um að sjúklingar hafi verið skaðaðir en málið er sagt endurspegla vaxandi gyðingaandúð í landinu. Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur. Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Hægrisinnaður ísraelskur áhrifavaldur, sem hefur meðal annars vakið athygli fyrir að reyna að fá fólk til að hallmæla Ísrael fyrir framan myndavélar, birti samtal við tvo hjúkrunarfræðinga, karl og konu, á Bankstown-sjúkrahúsinu í Sydney á netinu í gær. Konan sagðist ekki myndu aðstoða ísraelska sjúklinga heldur drepa þá en karlinn bölvaði þeim og renndi fingri yfir hálsinn á sér líkt og hann væri að skera manneskju á háls, að sögn AP-fréttastofunnar. Báðum hjúkrunarfræðingum var vikið úr starfi í dag. Ryan Park, heilbrigðisráðherra Nýju Suður-Wales, sagði þá ekki eiga afturkvæmt til starfa fyrir heilbrigðisyfirvöld þar. „Þau eru ógeðslegir, viðbjóðslegir og vanstilltir einstaklingar,“ sagði Park. Sérstök deild lögreglunnar sem var sett á fót til þess að bregðast við aukinni gyðingaandúð eftir að stríð Ísraels og Hamas-samtakanna hófst árið 2023 rannsakar einnig hvort að hjúkrunarfræðingarnir hafi gerst sekir um hatursglæp. Hrina skemmdarverka á heimilum, vinnustöðum, skólum og bænahúsum gyðinga hefur staðið yfir í Ástralíu undanfarin misseri. Lögreglan í Sydney og Melbourne rannsaka nú kerru fulla af sprengiefni sem fannst ásamt lista yfir gyðinga sem gætu verið möguleg skotmörk árása og íkveikjur í tveimur bænahúsum gyðinga. Um 85 prósent ástralskra gyðinga búa í stórborgunum tveimur.
Ástralía Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent