„Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 15:16 Birkir Már Sævarsson heldur áfram að spila fótbolta í ár, með liði Nacka. Nacka FC Forráðamenn sænska félagsins Nacka binda miklar vonir við Birki Má Sævarsson en þessi 103 leikja landsliðsmaður hefur ákveðið að halda fótboltaferlinum áfram, fertugur að aldri. Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala. Sænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira
Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala.
Sænski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Starf Amorims öruggt Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sjá meira