„Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 15:16 Birkir Már Sævarsson heldur áfram að spila fótbolta í ár, með liði Nacka. Nacka FC Forráðamenn sænska félagsins Nacka binda miklar vonir við Birki Má Sævarsson en þessi 103 leikja landsliðsmaður hefur ákveðið að halda fótboltaferlinum áfram, fertugur að aldri. Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala. Sænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira
Birkir kvaddi uppeldisfélag sitt Val öðru sinni í haust og var þá ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki hér á landi. Hann er fluttur aftur til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni, þar sem Birkir lék lengi við afar góðan orðstír með Hammarby, og hefur nú fundið sér nýtt félag. Nacka kynnti Birki til leiks með miklu stolti í dag enda alveg ljóst að það gerist ekki á hverjum degi að sænskt D-deildarfélag getur teflt fram leikmanni sem spilaði á EM og HM. Birkir mun því áfram spila fótbolta meðfram annarri vinnu, þó að boltinn verði ekki í sama forgangi og áður. Það voru forráðamenn Nacka sem höfðu samband við hann að fyrra bragði. „Við sáum að við værum einn af kostunum í boði fyrir hann til að vera áfram á keppnisstigi, þar sem að við erum staðsett í nágrenni við heimili hans. Við höfðum samband og fengum hann til að mæta á æfingar og hann virtist vera sáttur. Síðan gekk þetta eftir,“ sagði Salih Shala, yfirmaður fótboltamála hjá Nacka, við Fotbollskanalen. View this post on Instagram A post shared by Nacka FC - Herr (@nackafc.herr) Greinilegt er að mikil hamingja ríkir hjá þessu sænska smáliði með að hafa hreppt Birki og eins og Íslendingar vita eftir að hafa fylgst með honum í Bestu deildinni þá er líkamlegt ástand ekki neitt vandamál: „Hann er í annarri vinnu með fótboltanum sem tekur mikinn tíma frá honum. Hann hefur sagst vilja halda áfram að spila eins lengi og hann getur. Hann er í furðu góðu standi miðað við að vera fertugur. Við vorum svolítið órólegir yfir því hvernig líkamlegt ástand væri en það hefur litið ljómandi vel út þessar tvær vikur sem hann hefur æft og í leiknum sem hann spilaði,“ sagði Shala en Birkir hefur þegar spilað æfingaleik með liðinu. „Við höfum sagt að við ætlum okkur að komast upp í „ettan“ (C-deildina). Birkir er klassaleikmaður á þessu stigi. Ég held að það sé ekkert leyndarmál að hann er besti varnarmaður deildarinnar. Þetta verður spennandi og ég held að hann muni hjálpa okkur heilan helling,“ sagði Shala.
Sænski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Segir hitann á HM hættulegan Í beinni: Portúgal - Belgía | Lokaleikurinn hjá Belgunum hennar Betu Í beinni: Ítalía - Spánn | Spánverjar vilja vinna riðilinn Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Sjá meira