Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina Aron Guðmundsson skrifar 11. febrúar 2025 09:30 Carlo Ancelotti og Pep Guardiola hafa mæst reglulega með sín lið Vísir/Getty Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana. Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira
Real Madrid og Manchester City mætast í fyrri leiknum í einvígi sínu um laust sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þar eru liðin stödd eftir brösótt gengi í deildarkeppni Meistaradeildarinnar því ekki tókst þeim að landa einu af átta toppsætum hennar og þar með beinan farmiða í 16-liða úrslitin. Ancelotti er hins vegar hvergi banginn, enda gengið vel heima fyrir og jú einnig betur þegar að leið á deildarkeppni Meistaradeildarinnar. Á sama tíma hefur Manchester City verið í brasi á nær öllum vígstöðum á yfirstandandi tímabili. Real Madrid á titil að verja í Meistaradeildinni. Madrídingar höfðu betur gegn Borussia Dortmund í úrslitaleik síðasta árs.Vísir/Getty Ancelotti er hins vegar fullviss um að það lið sem endar ofan á í einvígi liðanna muni í kjölfarið fara alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og gott betur en það. Hann spáir því að annað hvort Real Madrid eða Manchester City vinni Meistaradeildina í ár. „Þeir eru eitt besta lið Evrópu, eru með besta knattspyrnustjórann. Það er martröð að undirbúa sig fyrir leiki gegn þeim því hann er alltaf með hugmyndir og það fær mann til að hugsa. Ég er viss um að það lið sem kemst áfram frá þessu einvígi fari alla leið og vinni keppnina,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í aðdraganda leiksins. Og saga undanfarinna ára gæti vel stutt trú Ancelotti á liðunum. Þetta er fjórða árið í röð þar sem að Manchester City og Real Madrid hafa mæst á einhverju stigi Meistaradeildarinnar. Real Madrid hefur þar í tvígang haft betur og Manchester City sömuleiðis. Ancelotti kallar viðureign þessara liða Clasico Meistaradeildarinnar. Sigurvegari þriggja síðustu einvíga þessara liða í Meistaradeildinni hefur svo farið alla leið og unnið keppnina. Árið var 2021 þegar að annað lið heldur en Real Madrid eða Manchester City vann Meistaradeild Evrópu. Það árið var það Chelsea. Fyrri leikur Manchester City og Real Madrid hefst klukkan átta í kvöld á Etihad leikvanginum í Manchesterborg og verður sýndur í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Sjá meira