Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 06:54 Framganga og yfirlýsingar Donald Trump frá því að hann tók embætti hafa vakið mikla óvissu og ugg vestanhafs. Getty/Alex Wong Alríkisdómarinn George O'Toole Jr stöðvaði í gær áætlun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að bjóða opinberum starfsmönnum að segja upp gegn því að fá greidd laun út september. Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Hvíta húsið segir 40 þúsund starfsmenn hafa gengið að tilboðinu, sem var sent út í tölvupósti. Það átti að renna út á miðnætti en dómarinn ákvað að „frysta“ það fram á mánudag, þegar hann tekur fyrir mál sem verkalýðsfélög hafa höfðað vegna tilboðsins. CBS hafði eftir lögmanni hjá dómsmálaráðuneytinu að fresturinn til að þiggja boðið hefði verið framlengdur í kjölfar ákvörðunar dómarans, fram til miðnættis á mánudag. Stjórnvöld hefðu enn í hyggju að heiðra gefin fyrirheit um átta mánaða biðlaun gegn uppsögn. Tilboðið er liður í áætlunum Trump um að draga úr „bákninu“ vestanhafs en vonir höfðu staðið til að allt að 200 þúsund starfsmenn myndu ganga að því. Verkalýðsfélög segja það hins vegar brjóta gegn lögum og að skilmálar tilboðsins séu afar óljósir. Fregnir hafa borist af því að til standi að láta fólk vinna uppsagnarfrestinn þrátt fyrir loforð um annað. Félögin hafa einnig bent á að ekki liggi fyrir hvort fjármagn fáist til að standa við tilboðið. Sumir starfsmenn segjast hafa upplifað tilboðið sem hótun; það væri eins gott að ganga að því þar sem menn gætu hvort sem er misst vinnuna á næstunni. Þá hafa Demókratar gagnrýnt það harðlega og óttast að það muni stuðla að „spekileka“ innan kerfisins.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira